Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 20

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 20
18 og allt norður í Kerlingarfjöll er í 700—800 m hæð, en hæð Kerlingar- fjalla er 800—1400 m. Sæmilega greiðfær akvegur liggur eftir afréttinum miðsvæðis norður í Leppistungur, en utan hans er víðast ógreiðfært fyrir bíla. Frá Kjalvegi er akvegur að sæluhúsinu í Kerlingarfjöllum. Leitarmannakofar eru við Heiðará, við Stangará neðarlega, í Svínár- nesi, Mikluöldubotnum, Leppistungum, við Fosslæk og sæluhús F. í er í Kerlingarfjöllum. Engar öruggar upplýsingar eru fyrir hendi um beitarþunga á Hruna- mannaafrétti fyrr og síðar. Tala sauðfjár og hrossa í hreppnum gæti gefið nokkra hugmynd um þetta, þótt ekki sé vitað, hve mikill hluti þeirra hefir gengið á afréttinum á hverjum tíma. Tafla 3. Table 3. Fjöldi vetrarfóðraðs sauðfjár og hrossa í Hrunamannahreppi Number of sheep and horses in Hrunamanna county in 1915—1965 Ár Year 1915 1925 1935 1940 1945 1950 1955 1960 1965 SauSfé Sheep 6355 7769 7388 7816 3821 3438 5106 7623 8522 Hross Horses 411 541 593 697 743 480 454 408 595 Hrossafjöldi er tiltölulega lítið breytilegur á þessu tímabili, en er í hámarki árin 1940—1945. Fjárfjöldinn er svipaður árin 1925—1940, en minnkar um 1942 vegna mæðiveikinnar og minnkar stöðugt fram að niðurskurði 1951. Eftir fjárskiptin fjölgar fénu mjög ört, og er það nú orðið fleira en nokkru sinni áður síðan 1915. Á mæðiveikitímabilinu, eða í nær tíu ár, var svo fátt fé á afréttinum, að hann mátti heita hálffriðaður og sumarið 1952, eftir niðurskurð, var hann fjárlaus með öllu. Gróðurlýsing Gróðurlendi Hrunamannaafréttar var flokkað í 47 gróðurhverfi, 36 á þurrlendi, en 11 á votlendi. Heildarflatarmál hvers gróðurhverfis á af- réttinum og hlutdeild þess í gróðurlendinu öliu er fært í töflu 4. Skýr- ingar á gróðurhverfunum eru í viðauka.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.