Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 30

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 30
28 afréttarins norður að Fjórðungssandi er gróðurlendið nær óslitið. Svæði þetta er um 40 km að lengd, en nær að jafnaði aðeins 3—4 km vestur frá Þjórsá. Við Fjórðungssand lýkur gróðurlendinu í um það bil 600 m hæð, og má sandurinn heita gróðurlaus öræfi að undanteknu nokkru gróðurlendi, sem enn er í Eyvafeni á norðausturhluta sandsins. Við Hnífá hefst að nýju samfellt gróðurlendi, Þjórsárver, milli Þjórsár og Hofsjökuls. Er það um 6400 ha að flatarmáli eða tæpur þriðjungur af gróðurlendi afréttarins og er nær allt í um 600 m hæð. Þjórsárver eru mynduð af framburði Þjórsár og fjölmargra jökulkvísla úr Hofsjökli og eru flatt eða hallalítið land. Vatnsstaða ánna er að sjálf- sögðu breytileg, en oft er hún svo há, að grunnvatnið stendur í yfirborði gróðurlendisins. Flóar og mjög blautar mýrar eru því ríkjandi í Þjórsár- verum, en á milli eru þurrari bakkar og rimar með margvíslegum gróðri. Víða á þessum slóðum er votlendið leifar af freðmýrum, og eru gróður- hverfin þar svo samfléttuð, að erfitt er að aðgreina þau. Að myndun og legu svipar Þjórsárverum til Hvítárness á Biskups- tungnaafrétti, enda er gróðurfar að mörgu leyti líkt, nema hvað hlutfalls- lega meira er um þurrlendi í Þjórsárverum. Hinn mikli jarðraki hefur að sjálfsögðu mest áhrif á gróðurfar á báðum svæðunum, en auk þess hafa þau hag af nærveru sinni við jöklana, aukið skjól og birtu. Þetta kemur fram í meiri grózku en vanalegt er á hálendinu og einnig í því, að gróðurinn ber meiri einkenni láglendisgróðurs en vera ætti samkvæmt hæð þessara svæða. Við Hvítárnes vaxa birkitré, og í Þjórsárverum er víða blómstóð sem á láglendi. Votlendi og mosaþemba setja mestan svip á gróður Gnúpverjaafréttar og þekja saman um 65 prósent af hinu gróna landi. I Þjórsárverum er nálega helmingur af öllu votlendi afréttarins, og eru flóar þar víðáttu- meiri en mýrar. Þar eru víðáttumestu flár á suðurhálendi landsins, en þær hafa dregizt ört saman vegna hlýnandi loftslags síðustu áratugi. St.innastararmýrin er ríkjandi í votlendi sunnan Fjórðungssands, og þar er Starkaðsver stærsta samfellda svæðið. Nær öll mosaþemba á afréttinum er sunnan Fjórðungssands, og er einkum um að ræða mosaþembu með smárunnum og stinnastör. í kvistlendinu eru víðir og krækilyng nær einráðar tegundir og stinna- stör í hálfgrasmóanum. Saman þekja þessi tvö gróðurlendi um 31 prósent af grónu landi. Önnur gróðurlendi hafa sáralitla útbreiðslu á afréttinum. Ástand gróðurlendisins Afrétturinn skiptist, eins og að framan greinir, í tvö aðalgróðursvæði með tiltölulega samfelldum gróðri. Sunnan Fjórðungssands er gróðurlendið því samfelldara sem nær dreg-

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.