Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 32

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 32
30 Erfitt er að staðhæfa, hve mikið af þessu landi hefur verið gróið áður, þegar bezt lét. Víða má sjá, hvar gróður hefur eyðzt á síðari tímum, og á svæðinu í heild er gróðureyðing enn þá örari en endurgræðsla. Orsakir gróðurleysisins geta verið margar, og er oft erfitt að greina, hver frumorsökin er: Hæð yfir sjávarmáli, berggrunnur, skjólleysi, lítil úrkoma, þurrkun votlendis, hreyfing á jarðvegi, ofnýting gróðurs o. fl. Þá má ekki gleyma gróðureyðingu af völdum náttúruhamfara; t. d. hefur svæðið þrisvar orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum öskufalls úr Heklu, eins og að framan greinir. Oft er gróðurleysið afleiðing af sam- spili margra þessara þátta. Kerlingarfjöll eru t. d. öðru fremur ógróin vegna hæðar og vegna eðlis berggrunnsins, sem er líparít (sbr. kaflann um jarðfræði svæðisins). Það molnar ört og myndar að jafnaði brattar hlíðar, sem plöntur festa ekki rætur í. Ástæða er til að ætla, að meginorsök gróðurleysis Fjórðungssands sé vatnsskortur, og að sandurinn sé þurrkaeyðimörk. í kaflanum hér að framan um úrkomu á svæðinu er talið, að úrkoma á þessum slóðum sé undir 800 mm og úrkoma í júní — ágúst, um vaxtartímann, aðeins 20 prósent af því, eða um 160 mm. Við það bætist, að sandurinn er grófur, og vatn hripar ört gegnum hann. Gróður á þessum slóðum er aðeins meðfram ám og lækjum, þar sem grunnvatnsstaða er há. Frekari sönnun fyrir úrkomuleysi svæðisins er, að þar eru engar snjó- dældir, en þær koma fram við langvarandi, þung snjóalög. í töflu 9 er gerður samanburður á gróðurfari afréttanna þriggja, og eru þar dregin saman þau gróðurhverfi, sem tilheyra sama gróðurlendi. Tafla 9. Skipting gróðurlenda (%) á Hrunamanna-, Flóa- og Skeiðamanna- og Gnúpverjaafréttum Table 9. Distribution of piant communities on three commons expressed in percentage Gróðurlendi Plant Communities Merki Design- ation Hrunam.- afr. Flóa- 03 Skeiðam.- afr. Gnúpv.- afr. Mosaþemba, Moss heath A 45,4 46,1 30,9 Kvistlendi, Dwarj shruh heath . . B, C, D 21,0 1,7 15,9 Hálfgraslendi, Sedge heath . E,F. G 9,3 38,3 15,3 Graslendi, Grassland H 3,6 1,4 0,8 Snjódældir, Snowpatches I 1,7 1,6 1,1 Nýgræður, Regenerated land . .. K 2,2 1,2 1,2 Votlendi, Bogs and jens . T.U.V 16,7 9,8 34,8 Mosaþemba setur langmestan svip á gróðurfar svæðisins í heild. Á Hrunamanna-, Flóa- og Skeiðamannaafréttum þekur hún nær helming af

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.