Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Blaðsíða 22
20
Kerlingarfjöll (Photo: Þorl. Ein.)
fjalla upp með Jökulfalli, allt inn að jökli, eru all fjölbreytileg, en ósam-
felld gróðurlendi í 700—800 m hæð, og er það einkum votlendisgróður
meðfram ám og lækjum.
Hæðarmörk samfellds gróðurs á afréttinum eru um 600 m, og eru þau
tíltölulega skörp bæði að norðan og austan. Á Geldingafelli eru þó all
víðáttumiklar mosaþembur í 600—750 m hæð.
Gróður Hrunamannaafréttar er mjög fjölbreytilegur, eins og sést á
hmum mikla fjölda gróðurhverfa, sem þar eru. Þrjú gróðurlendi eru
lang algengust og þekja um 80 prósent af grónu landi afréttarins. Þau
eru mosaþemba, kvistlendi og votlendi.
Mosaþemba þekur um 45 prósent af gróðurlendinu, og er það einkum
mosaþemba með smárunnum og stinnastör (A., og A4). Hún er á víð og
dreif um allt afréttarsvæðið, en verður samfelld í 400—500 m hæð. Þar
fvrir ofan má heita, að hún sé allsráðandi af grónu landi ofan við 500 m.
Mosaþemban er á hryggjum og hæðum, þar sem skilyrðin eru of hörð
fyrir annan gróður, og er hún því oft gisin. Víða á afréttinum er hún
sennilega nýgræðingur, endurgræðsla á örfoka landi, þar sem gróður-
lendin eru að þróast að nýju.
Kvistlendi (B4—D5) þekur um 20 prósent af gróðurlendinu. Algengustu
tegundir plantna í kvistlendinu eru fjalldrapi og lyng, einkum kræki-
og bláberjalyng. Víðáttumest í kvistlendinu eru þó tvö gróðurhverfi