Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Síða 27

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1967, Síða 27
25 Önnur gróðurlendi, er hér hafa verið nefnd, hafa litla útbreiðslu á afréttinum. Ástand gróðurlendisins Mikill hluti Flóa- og Skeiðamannaafréttar frá Fossölduveri norður að Kisu eru ásar og hryggir í 600—800 m hæð. Þetta er svipuð hæð og hinn gróðurlausi austurhluti Hrunamannaafréttar, en mun hærra en Gnúp- verjaafréttur austan við. Eins og að framan greinir er hálendi þetta nær alveg gróðurlaust, en fljótlega eftir að landið lækkar til austurs og vest- uis, kemur gróður í ljós. Að sjálfsögðu er erfitt að gizka á, hvernig gróð- urfari afréttarins var varið áður. En mikil ástæða er til að ætla, að þetta svæði hafi verið gróðurlítið um langt skeið vegna óhagstæðra gróður- skilyrða, fyrst og fremst vegna næðingarsamrar veðráttu og vatnsskorts. Enginn alvarlegur uppblástur er á afréttinum, en minni háttar gróður- eyðing á sér þó stað á svæðinu milli Dalsár og Kisu. I aðalgróðurlendinu á suðurafréttinum er þó talsvert um rof, einkanlega í mosaþembunni. Nýgræður eru aðeins um 1 prósent af öllu grónu landi afréttarins, og eru þær einkum á votlendi. Foksandur er nokkur í hraununum norður undir Hofsjökli, en lítil hreyfing virðist að öðru leyti vera á hinu ógróna landi, enda þótt talsvert af því séu sandar. GNÚPVER J AAFRÉTTUR Almennt yfirlit Gnúpverjaafréttur takmarkast að norðan af Hofsjökli, en að austan af Þjórsá frá upptökum, þar til hún kemur í Fossá neðan við Búrfell. Við friðun Þjórsárdals 1938 var gerð girðing frá Þjórsá, aðeins sunnan við Hóiaskóg, vestur yfir Stangarfell í Fossá við Háafoss. Girðing þessi hefur síðan verið hin raunverulegu suðurmörk, að því er varðar nýtingu afréttarins, og við útreikning á flatarmáli gróðurlendis hans er ekki tekið með gróðurlendi sunnan girðingarinnar. Vesturmörkum afréttarins hefur verið lýst hér að framan. Gnúpverjaafréttur er um 480 km2 að flatarmáli. Hann er nálægt 100 km að lengd, en að jafnaði aðeins 5—6 km að breidd. Lítill hluti hans, frá suðurmörkum norður fyrir Sandafell upp með Þjórsá, er neðar en 400 m. Að langmestu leyti er hann í 400—600 m hæð og er tiltölulega jafnlendur.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.