Heilsuvernd - 01.03.1951, Page 13

Heilsuvernd - 01.03.1951, Page 13
HEILSUVERND 5 ið, en ekki vopnin, sem réðu niðurlögum Þýzkalands. Það var hungrið, sem reið þeim að fullu. Næringartilraunin mikla. 1 ársbyrjun 1917 tóku Englend- ingar fyrir allan útflutning kornmatar til Danmerkur. Þar við bættist, að kornuppskeran brást í iandinu, svo að Danir höfðu ekki nema um þriðjung þess korns, sem þeir þurftu. Var því fyrirsjáanleg hungursneyð, líkt og í Þýzkalandi í stríðslokin. En þá bar danska ríkisstjórnin gæfu til að leita aðstoðar Hindhedes og hlíta ráðum hans. I Danmörku var mikið af kartöflum, rúgi og byggi notað sem gripafóður, ennfremur til bruggunar á öli. Tillögur Hindhedes voru í stuttu máli þær, að hætt yrði að brugga öl og brennivín, að 4/5 hlutum allra svína í landinu væri slátrað og 1Ó3 hluta kúastofnsins. Var kjötið selt háu verði til Þýzkalands og Englands. Tekin var upp skömmtun á kjöti, smjöri, mjólk og brauði, en bygg var óskammtað og kartöflur. Kjötskammturinn var aðeins 46 gr. á dag. Hind- hede bjó til uppskrift af brauði, sem varð frægt undir nafninu Hindhedebrauð. Var það úr grófmöluðu korni að viðbættu hveitihýði. Á þennan hátt höfðu Danir gnægð- ir matar árin 1917-’18. En fæðið var gjörbreytt frá því, sem áður var: Lítið kjöt og minni mjólk en áður, lítil sykurneyzla. Aðalmaturinn grænmeti, kartöflur og mjöl- matur. Ö1 og brennivín að mestu horfið, einnig kaffi og te, því að Englendingar bönnuðu einnig útflutning á því til Danmerkur. Á þessu viðurværi lifði danska þjóðin meira en árlangt, og má því segja, að þetta sé mesta manneldis- tilraun, sem um getur í sögunni. Áhrifin á heilsufarið. Hindhede lýsir ítarlega áhrifum þessarar miklu mataræðisbreytingar á heilsufar þjóðarinn- ar, og rúmsins vegna verður hér aðeins drepið á helztu nið- urstöðurnar. Frá 1. okt. 1917 til jafnlengdar næsta árs urðu dauðsföll 17% færri en þau höfðu fæst orðið og dánartalan lægri en þekkzt hafði meðal nokkurrar vestrænnar þjóðar. Dauðs- föllum fækkaði sem sé um 6300 þetta eina ár. Síðustu 3

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.