Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 15

Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 15
HEILSUVERND 7 var steinum að honum kastað, og þeir virðast ekkert hafa lært af þessari viðtækustu næringartilraun, er nokkru sinni hefir verið gerð, og þó var árangur hennar deginum ljósari. Hindhede varð heimsfrægur sem vísindamaður, og verð- ur oft til hans vitnað. Þó má segja, að hann hefði mátt taka harðari tökum á versta óvini vestrænna þjóða, hvíta sykr- inum. En það var fyrst á síðari árum, sérstaklega eftir kynni hans af Are Waerland og kenningum hans, að honum varð til fulls ljós hættan af sykurneyzlunni. Hann dáðist mjög að Waerland, svo og að frú Kirstine Nolfi, og var vinur beggja. Krabbameinið er algengara hjá Dönum en flestum öðrum þjóðum. Líklegt er, að fslendingar komizt upp fyrir þá, ef haldið verður áfram á sömu braut hvað snertir sælgætisát barna og fullorðinna, tóbaks- og kaffineyzlu, lyfjaát, neyzlu óhollrar gervifæðu, ofát kjöts og annarra kræsinga. Krabbameinið verður aldrei læknað, svo að öruggt sé. Eina leiðin er að hætta að rækta það, eins og við gerum með okkar vitlausu lifnaðarháttum, að koma í veg fyrir það með breyttu og bættu mataræði og skynsamlegu líferni. (Á kápunni er mynd af Frederik Madsen). EITUREFNI f MATVÆLUM. Dr. Ragnar Berg, þekktur sænskur efnafræðingur og næringar- fræðingur, hefir nýlega ritað grein um eiturefni i matvælum. Hann segir frá því, að í niðursoðin matvæli séu sett geymsluefni, sem yfir- leitt séu skaðleg, þótt lítið sé af þeim. Þá skýrir hann frá því, að í Bandaríkjunum sé nú bannað að bleikja hvítt hveiti (frá því er sagt í 2. hefti 4. árg.), en þetta bann nær aðeins til þess hveitis, sem not- að er í landinu. Útflutningshveiti er leyft að bleikja áfram! Þá minnist hann á matarsaltið, sem nú er yfirleitt blandað joð- sambandi, í þvi augnamiði að koma í veg fyrir skjaldkirtilsjúkdóm, sem stafar af joðskorti. „Hvað mundi verða sagt“, segir dr. R. Berg um þetta, „ef tekið væri upp á því að blanda öll matvæli læknis- lyfjum gegn liðagigt og hinum og þessum sjúkdómum öðrum og allir knúðir til að borða þessi lyf? Um joðsaltið er það að segja, að það kemur ekki að neinum notum, en gerir oft tjón. I Sviss hefir það verið bannað."

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.