Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 17

Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 17
HEILSUVERND 9 Hér sjást líka á veggjunum myndir af ættingjum og for- feðrum. Ber það vott um ættrækni og samheldni. Og þá má ekki gleyma hinum glæsilega þjóðbúningi kvenfólksins, sem er gerður úr silki og prýddur gulli og silfri. fslendingar eru forn menningarþjóð, það leynir sér ekki og kemur víða í ljós. Ef Svíþjóð er stóri bróðir og Noregur tvíburabróðirinn, þá er Island litli bróðir okkar, sem mun vaxa og verða stór og sterkur með tímanum. Litlu Norður- landaþjóðirnar verða að standa saman í einingu og sam- vinnu, svo að við getum sýnt hinum stóra heimi, að við byggjum á fornri menningu. Við viljum frið og skilning, við viljum skapa virkilegt lýðræði (sannan andlegan aðal), mótað í senn af góðvild og heilbrigðri skynsemi og byggt á heilnæmum lifnaðarháttum og heilnæmri næringu, lif- andi fæðu, sem er uppspretta sjálfs lífsins. En það sem mér fannst eftirtektarverðast af öllu, var íslenzka jörðin. Hún er byggð upp af hrauni á morgni tím- anna frá mörgum og voldugum eldfjöllum. Þessi basaltjörð, mynduð af storknaðri hraunleðju, er áreiðanlega mjög auð- ug að steinefnum, eins og granitjörðin í öðrum löndum, enda er hún runnin frá sömu rótum, glóandi iðrum jarðar. Maður nokkur frá Dússeldorf, sem ég hitti á þinginu í Hollandi og átti tal við um steinmjölið, skrifar mér: „Eg lofaði að segja yður, ef ég yrði einhvers vísari um steinmjölið. Eg heimsótti garðyrkjumann, sem notar ein- göngu hinar nýju lífrænu ræktunaraðaferðir og fær mjög góða uppskeru, stór og sæt aldin og stórvaxið og ljúffengt grænmeti. Hann stingur garðana yfirleitt ekki upp, og hann ver jörðina fyrir skrælnandi áhrifum sólargeislanna með lagi af hálmi, gömlu laufi eða öðrum úrgangi úr garðinum, I garðinn ber hann engan áburð nema steinmjölið, sem er malað basalt. Því er dreift á jörðina til þess að færa henni þau steinefni (og aukaefni?), sem jarðvegurinn hefir verið rændur með því að svipta jörðina gróðri sínum öldum saman. Maður þessi ætlar að halda áfram athugunum sínum varðandi steinmjölið hjá öðrum garðyrkjumönnum, í stein-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.