Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 18

Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 18
10 HEILSUVERND mylnum og rannsóknarstofnunum og hyggst síðan að rita bækling um þetta efni.“ Væri ekki hugsanlegt, að Islendingar gætu malað basaltið, gert úr því steinmjöl og selt það út um heim sem áburð, mjög verðmætan áburð, í stað hins tilbúna áburðar, sem nú er svo mjög útbreiddur, en er kemiskt eiturefni fyrir jörð- ina og gerir hana súra, drepur ánamaðka og veldur skorpu- myndun á yfirborði moldarinnar. Hér er nóg vatnsorka til að vinna grjótið. ísland er auðugt að grjóti, sem ef til vill er gulls ígildi eða gæti orðið það. Danir eru farnir að nota granítmjöl frá Bornholm, en islenzkt basaltmjöl væri enn betra. Áhrif steinmjölsins koma ekki í ljós á fyrsta ári. Við meiriháttar eldgos getur fíngert eldfjallaryk farið umhverfis jörðina í efri loftlögum. Og þar sem lag af gos- ösku fellur á jörðina, verkar það sem hinn bezti áburður. Þannig er landið yfir og umhverfis Pompei með frjósöm- ustu blettum á ítalíu, en þar er 3 til 4 álna þykkt hraun. Það sem ísland skortir víða, er gróðurmold. En þar eru kol, sem eru öruggt merki þess, að þar hafi eitt sinn verið heitara loftslag og að þar hafi vaxið stórir skógar, sem á sínum tíma hafa framleitt gróðurmold á yfirborðinu. íslenzkt grænmeti og íslenzk ber eru mun bragðbetri en í Danmörku. Svo er raunar einnig um mjólkina, ferska og ógerilsneydda nýmjólk. Ástæðan er eflaust sú, hve hin ís- lenzka jörð er auðug að steinefnum. Hér kom ég í lítinn skóg, sem gróðursettur var í fjalls- hlíð fyrir 30 árum. Þetta voru reyniviðartré, birki og læ- virkjatré. Að vísu voru þau ekki mjög stór, og þó .... En það sem vakti sérstaklega athygli mína, var kraftmikið þétt og hátt grasið undir trjánum. Ásamt laufinu af trján- um mun það mynda gróðurmold miklu fljótar en annars- staðar. Og verði skógurinn ruddur eftir 50 til 100 ár eða síðar, verður þar kominn ágætur jarðvegur til ræktunar. Áveituvatn og vatnsorku til að framleiða rafmagn skortir ekki í ánum. Fyrst um sinn er þó nóg af ræktanlegu landi á láglendinu og í dölum.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.