Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.03.1951, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 25 stemmandi jurtir? Er ekki varhugavert fyrir konur að taka meðul við of miklum tíðum? Svör: 1. Hvítlaukur er miklu minni en venjulegur laukur, bragð- og lyktarsterkari. Spurningunni að öðru leyti svarað hér á undan. 2. Sjá auglýsingar hér i heftinu. — Kaupendur Heilsuverndar eða félagar í NLFl utan Reykjavikur mega leita til skrifstofu NLFl um útvegun á þessum vörum. 3. Nei. 4. Hráfæði, í strangasta skilningi þess orðs, er aðeins ósoðinn eða óbakaður matur. Brauð er því ekki hráfæði, heldur ekki skyr, þar eð mjólkin er soðin við skyrgerðina. Matvæli þau, sem talin eru í spurningunni, innihalda öll nauðsynleg næringarefni og fullnægja því næringarþörf líkamans. Æskilegt væri að bæta við þetta fæði hráum gulrófum, sem innihalda mikið af C-fjörefnum og varðveita þau flest- um matvælum betur. 5. Skyr er aðeins nokkur hluti mjólkurinnar og Því einhæfari fæða en súrmjólk. Auk þess er mjólkin flóuð við skyrgerðina, og veldur það einhverju efnatjóni. 6. Varaþurrkur getur staðið í sambandi við vissa sjúkdóma, og er yfirleitt merki um óhreint blóð, stafandi m. a. af röngu mataræði, tregum efnaskiptum og of lítilli vatnsdrykkju. 7. Kímið eða frjóið er hluti af korninu, mjög auðugur að fjölbreytt- um næringarefnum. Það hefir fengizt sérstakt í baukum, og var fyrir nokkrum árum auglýst og selt sem hveitihýði (klíð). Nú um skeið mun það ekki hafa verið til hér i vezlunum. 8. Of miklar tíðir geta verið einskonar neyðarráðstöfun líkamans til að losa sig við skaðleg úrgangsefni, sem safnazt hafa fyrir og hreinsunartæki líkamans megna ekki að útrýma. Blóðstemmandi lyf ætti að forðast, heldur þarf að finna frumorsökina og ráða bót á henni. ATH. Sendið HEILSUVERND spurningar, en látið alltaf fylgja fullt nafn og heimilisfang, að öðrum kosti verður spurningunum ekki sinnt. Þetta er tekið fram að gefnu tilefni. Hinsvegar verður nafn spyrjanda ekki birt, ef þess er óskað, heldur aðeins fangamark. KORNMYLNU NLFÍ VANTAR HÚSNÆÐI. Kornmylna NLFl hefir verið sett upp til reynslu og malar hún bæði fljótt og vel. En hentugt húsnæði vantar, til þess að hún geti tekið til starfa. Eru lesendur beðnir að gera skrifstofu NLFl að- vart, ef þeir vita af húsnæði, t. d. í kjallara, þar sem hægt væri að afþilja klefa fyrir mylnuna.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.