Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 37

Heilsuvernd - 01.03.1951, Side 37
HEILSUVERND 29 efni eru í sjálfu hýðinu og næst Því; enn fremur í kíminu, sem fylgir hýðinu við sigtunina, en í því er fjölbreytt og samanþjöppuð næring, sem ætluð var hinni ungu jurt, meðan frjóanginn er að vaxa og áður en hún skýtur rótum. Með Þessari meðferð er talið að fari forgörðum allt að 9/10 hlutar af fjörefnum og steinefnum kornsins, enn fremur beztu eggjahvítuefnin auk fituefna og kolvetna og hinna nýfundnu „auxon“-efna, sem talin eru hafa engu minni þýðingu fyrir næringu og heilbrigði líkamans en fjörefni. — Fjörefni i korni eru aðallega B-fjörefni, sem greinast í marga undirflokka og eru sérstaklega þýð- ingarmikil fyrir meltinguna og taugarnar. — Þá er í hýði kornteg- unda allmikið af járni. Loks eru í því ómeltanleg grófefni, tréni (cellulose), sem hafa hina mestu Þýðingu fyrir meltingarstarfsemina. Það ískyggilegasta við þróun þá, sem taflan hér að framan sýnir, er þó það, að hveitineyzlan hefir á umræddu tímabili vaxið jafnt og Þétt, úr hálfu kílógrammi á mann í 58 kg. — En um hveitið er það að segja, að auk þess sem því hefir verið spillt með vandlegri sigtun, er lika blandað í það eiturefnum í því skyni að gera það hæfara til geymslu, og að þvi er sumum finnst líka áferðarfallegra, þ. e. a. s. hvitara. Nýlegar visindatilraunir hafa sýnt, að efni það, sem löngum hefir verið notað á þennan hátt í hveitið, köfnunarefnis-tríklorid, hefir mjög skaðlegar verkanir á heilbrigði tilraunadýra, og mega menn, sem mikils neyta af hveiti, vel draga af Því sínar ályktanir. Nú er hveitið rúmur helmingur af öllum kornvöruinnflutningi Is- lendinga, og ætti engum að vera það fagnaðarefni. Vér höfum fyrir satt, að þegar fyrir stríð hafi Þjóðverjar bannað með öllu fínsigtun á hveiti og einnig innflutning á hvítu hveiti. Og á styrjaldarárunum fóru Englendingar eins að. Er talið, að þetta hafi reynzt góð heilbrigðisráðstöfun, og reyndist engum erfiðleikum bund- ið að framkvæma Það, Þó að ýmsir söknuðu hvíta brauðsins, eins og ekki er ólíklegt, Þegar fólk hefir vanizt því frá bernsku. En þessi dæmi sýna, að það ætti ekki að vera nein frágangssök að gera svip- aðar ráðstafanir hér á landi. Til þess þyrfti þó að setja upp korn- mylnu eða mylnur, sem möluðu eftir hendinni allt það korn, er vér neytum, svo að fólk ætti jafnan kost á nýrri og óspilltri mjölvöru. Að sjálfsögðu væri hægt að fínsigta mjöl, ef á þyrfti að halda, t. d. handa sjúklingum, sem ekki þola grófmeti. En sú er bótin, að í það mjöl þyrfti þá ekki að bæta neinum eiturefnum, þar eð ekki væri þörf á að geyma það nema skamman tíma. Ef sporið væri þannig stigið heilt og óhikað, yrði beinlínis um verulegan gjaldeyrissparnað að ræða, Því að korn, sem flutt væri inn í tankskipum, yrði miklu ódýrara en mjöl flutt inn í sekkjum og smápokum, eins og nú tíðkast. Uppskipun og öll meðferð yrði þá líka ódýrari, þar eð korninu yrði þá dælt úr skipi upp i korngeymsluna.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.