Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 7

Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 7
HEILSUVERND Jónas Kristjánsson: Hvert stefnir hin vestrœna siðmenning? Hvernig stendur á því að vestrænar þjóðir eru allra þjóða kvillasamastar og hrakar þó með hverjum áratug sem liður? Þannig mætti lengi spyrja. En svarið er ófeng- ið ennþá, og svo mun fara enn um óákveðinn tíma þar til ekki verður hjá því komizt að finna sannleikann í þessum efnum, þann sannleika, sem í raun og veru blasir við augum hvers þess manns, sem beitir heilbrigðri skyn- semi. Vér erum krankfelldir, vegna þess að við neytum dauðrar og ónáttúrlegrar fæðu, þrátt fyrir það að forsjón lífsins ætlar oss náttúrlega lifandi fæðu. Hinn hvíti mannflokkur hefur villzt inn á rangar mann- eldisbrautir. Hver maður og hver þjóð, sem neytir dauðrar fæðu, eru að kalla dauða yfir sig. Reynslan er ólygnust. Dómi hennar verður ekki áfrýjað, hver sem í hlut á. Vestræn siðmenning á sök á ægilegum óförum, sem frumstæðar þjóðir hafa orðið fyrir, er þær hafa tekið upp siði hennar. Tóbak, alkohol og kynsjúkdómar, en umfram allt óhollar matarvenjur hafa sært fákunnandi sakleys- ingja ólífissárum. Verður ekki annað sagt en að vestræn siðmenning sé komin á hálar brautir í manneldismálum, mannskemmdarbrautir, sem orðið hafa til þess að lífsþrótti vestrænna þjóða hefur hrakað hröðum skrefum síðustu 75 árin. Á þessum árum hefur komið fram fjöldi kvilla, sem áður voru ókunnir. Þykist ég dómbær um þetta vegna þess, að flestir komu þessir kvillar til sögunnar eftir að ég hóf læknisstörf. Því nær allir sjúkdómar, er á oss sækja nú, stafa af röngum og sjúklegum manneldisvenjum. Læknastéttin verður ekki dæmd sýkn saka um að eiga nokkurn þátt í þessu ófremdarástandi. Athygli lækna hefur beinzt að sjúk-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.