Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 10
HEILSUVERND
Úlfur Ragnarsson:
Xim baðlœkningar
Vegna þess að ég geri ráð fyrir að einhverja af lesend-
um Heilsuverndar fýsi að heyra um baðlækningar eins og
þær tíðkast erlendis nú á dögum, hefi ég ráðist í að skrifa
þetta greinarkorn um slíkar lækningar eins og þær komu
mér fyrir sjónir í för minni til Þýzkalands og Sviss eftir
áramótin síðustu. Verður þó farið fljótt yfir sögu og ýmsu
sleppt, sem ég tel að lítið erindi eigi fyrir augu íslenzkra
lesenda, sökum þess, að það mun aldrei fá neitt hagnýtt
gildi hér á landi.
Tilgangur fararinnar var fyrst og fremst sá að kynnast
því, sem nýjast og bezt er að finna í þessum efnum, vinsa
úr það, sem að gagni gæti komið, í sambandi við baðdeild
þá, sem nú er að rísa við heilsuhæli N.L.F.f. í Hveragerði,
og síðast, en ekki sízt að komast að því, hvað bæri að
varast, því að mistökin reynast oft dýrkeypt.
Baðlækningar í Þýzkalandi og Sviss eiga sér langa sögu.
f báðum þessum löndum eru rústir frá blómaskeiði Róma-
veldis, sem gaman var að sjá. Af stærð rústanna má ráða,
að staðir þessir hafa verið mikið sóttir um skeið. Síðar
dróst starfsemin saman, en mörg böðin hafa verið starf-
rækt að meira eða minna leyti allt fram á þennan dag.
Til þessarra heilsulinda lögðu menn leið sína öld eftir öld
að leita glataðrar heilsu; fundu eða fundu ekki og fóru
að lokum allir undir græna torfu. „Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt“.
Lindirnar, sem baðstaðirnir risu við, eru það, sem ís-
lendingar mundu nefna ölkeldur og laugar, annaðhvort eða
hvorutveggja í senn. Vatnið er oft hlaðið kolsýru og margs-