Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 27

Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 27
HEILSUVERND 23 þessum börnum hafa 4282 fæðst vansköpuð. En „sem betur fer“ eru 650 andvana fædd. Af þeim sem lifa eru 1046 með úrkynjunareinkenni í beinum, vöðvum, húð eða taugakerfi, 429 með vansköpuð heyrnar- og þeffæri, 313 hafa vanskapað andlit og kok, 243 voru vansköpuð inn- vortis, 47 höfðu vanskapaðan heila, en 25 fæddust heila- laus og 8 börn vantaði augun og jafnvel augnatóftirnar. Sjöunda hvert barn fæddist vanskapað í Nagasaki. Það er aðeins hægt að tala um það í lágum hljóðum, sem raunverulega er að orðið. I líkama hverrar verðandi móður þar suður frá hefur verið grafin skotgröf, þar sem stríðið heldur áfram. Eftir að hinir fullorðnu stríðsmenn, amerískir og japanskir, hafa lagt frá sér vopnin og samið með sér frið, þá halda drápstækin áfram í trássi við alla friðarsamninga og beina eldinum að ófæddum börnum og gjöra þau að vanskapningum, jafnvel í móðurkviði á mann- skepnan ekki lengur frið að finna. Stríðið heldur áfram, og þannig verður sú staðreynd eins og skerandi sjálfsháð, að japanir hafa nú fengið vopn sín aftur eftir ósk ameríku- manna sjálfra. Eftir sem áður nístir okkur augnaráð átta barna, sem vantar bæði augu og augnatóftir. Okkur getur runnið kalt vatn á milli skinns og hörunds hér hinumegin á hnettin- um við þá hugsun, að þau standi og horfi á okkur. Ef til vill eru þau aðeins að furða sig á því, að við skulum dirfast að halda áfram leik okkar með eldinn, og að við skulum ekkert hafa að athuga við hinar ófullnægjandi skýrslur.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.