Heilsuvernd - 01.04.1957, Síða 29
HEILSUVERND
25
Að lokum sýndi Helgi Steinarr nokkrar skuggamyndir
í litum af fallegum stöðum í bæ og nágrenni, þar á meðal
úr görðum í bænum, er hlotið hafa verðlaun og viður-
kenningu Fegrunarfélagsins. Var kynningarkvöld þetta
hið ánægjulegasta.
N. L. F. I. opnar verzlun í Hafnarfirði
Náttúrulækningafélag Islands hefur nýlega opnað
verzlun í Hafnarfirði. Kvaddi stjórn félagsins blaðamenn
á sinn fund, s.l. mánudag og sýndi þeim búðina. Hin nýja
verzlun er til húsa við Austurgötu, þar sem Gunnlaugsbúð
var áður. Hefur búðin öll verið máluð og innréttingu breytt
að nokkru. Er búðin í alla staði hin vistlegasta.
Náttúrulækningafélagið vill með opnun þessarar nýju
verzlunar auðvelda félagsmönnum og öðrum öflun heil-
næmrar fæðu í sem mestu samræmi við náttúrulækninga-
stefnuna. Mun verzlunin kappkosta að hafa slíkar vörur
ætíð á boðstólum. Jafnhliða verða einnig seldar í verzl-
uninni aðrar algengar matvörur. Fá félagsmenn 10% af-
slátt af flestum vörum í pöntunum, svo og við búðarborðið
um leið og kaup eru gerð, ef keypt er fyrir 50 krónur eða
meira.
Rúm þrjú ár eru nú liðin síðan Náttúrulækningafélagið
stofnaði pöntunarfélagið í Reykjavík. Einnig hefur félagið
rekið verzlun að Týsgötu 8, og hefur hún gengið vel. Er
félagið nú að færa út kvíarnar með stofnun verzlunar
hérna í Hafnarfirði. Mun allur hagnaður af verzluninni
renna til uppbyggingu og umbóta á henni sjálfri.
Framkvæmdastjóri fyrir báðum verzlunum félagsins er
Haraldur Guðmundsson. Við verzlunina hér í Hafnarfirði
hafa verið ráðnir 2 ungir Hafnfirðingar, þeir Ingi Ó. Guð-
mundsson og er hann verzlunarstjóri, og Ólafur Vigfússon.
<o>
Ólafur Gottskáiksson á Siglufirði sendir Heilsuvernd
eftirfarandi vísu, sem kom honum í hug, þegar hann var