Heilsuvernd - 01.04.1957, Side 35

Heilsuvernd - 01.04.1957, Side 35
HEILSUVERND 31 laukur skorií5 i jafna bita og steikt létt á pönnu, sett i pott með svolitlu vatni og soðið meyrt. Þá er rifnum osti blandað út í, svo að myndist eins og sósa. Ekki má sjóða í grænmetinu eftir að osturinn kemur saman við, þvi að þá verður hann seigur. Grænmetisbúðingur í eggjasósu: Grænmetið brytjað og soðið í 5 mínútur, sett i smurt eldfast fat, 2 egg þeytt og blandað saman við þau 8 matsk. af mjólk og 3 teskeiðar af hcilhveiti, vítamon. — Jafningnum hellt yl'ir græn- metið í mótinu og bakað í ofni, þar til jafningurinn er stifur. — Borinn fram með lieitum kartöflum, lirærðu smjöri og hráu grænmetissalati. Eplasnjór: 1 diskur eplamauk eða eplagrautur (nota má aðra ávaxta- grauta), 2 eggjahvítur, vaniiludropar, smákökur. Notaðar eru leifar af eplagraut. Hann er hrærður vel, eggjahvíturnar eru stifþeyttar og hrærð- ar saman við eplagrautinn. Hrært i 10 mín., bar til þetta er orðið létt og likist smjöri. Sett í skál og borðað með smákökum. Ef maður vill, er þeyttur rjómi hafður ofan á. Eplasnjó má nota i kramarhús í staðinn fyrir rjóma. Hcilhveitibrauð: Vi kg. 'heilhveiti, nál. 3 og % dl. mjólk, 2 hnefar liveitiklíð, 40 grömm smjörlíki, 1% matskeið þurrger. Velgið mjólkina og bræðið smjörlikið i henni. Hrærið gerið út með dálitlu af volgu vatni. Vætið i með mjólk, smjörliki og geri. Hnoðið eða sláið deigið slétt og sprungulaust, en gerið það ekki seigt. Látið deigið lyfta sér, hnoðið, mótið og látið það lyfta sér á ný. Salat með steik: 1 salathöfuð, 2 tómatar, agúrkubiti, steinselja. — Sósan: 2 msk. matarolía, 2 msk. vatn, 1 msk. tómatkraftur, safi úr Vi sítrónu. Salatið þvegið, látið siga af þvi og það skorið í langa strimla. Tómatarnir þvegnir og skornir í þunna báta, gúrkurnar skornar i þunnar sneiðar og steinseljan söxuð. Þvi sem fara á i sósuna blandað saman og það þeytt eða hrist saman í lokuðu glasi, svo matarolían blandist vel saman við hinn vökvann. Sósunni bland- að saman við og salatið sett í skál. Skreytt með salatblöðum og hreðkum.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.