Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 9
og næringarmaskar.
Æskilegt er að nota
hreinsimaska og
næringarmaska einu
sinni til tvisvar í viku en
rakamaska má nota
oftar. María segir
mikilvægt að nota
hreinsimaska því að
hann hreinsar í burtu
hornlagsfrumur sem
setjast á ysta lag
húðarinnar og draga í
sig þau krem sem ættu
að fara inn í húðina.
Þessar frumur verka
eins og þerripappír sem
leiðir af sér að kremin
verka ekki eins vel og
þau ættu að gera.
Djúpverkandi krem eru
tiltölulega ný á
markaðinum. Þau ganga
dýpra niður í húðina en
önnur krem og færa líf í
húðfrumurnar og örva
þær til starfsemi.
Nútímakonan þarf að
huga að mörgu í notkun
krema og gæta þess að
nota þau á réttan hátt.
DAGLEG UMHIRÐA
Við daglega umönnun
húðarinnar ráðleggur
María notkun
djúpverkandi krema
áður en dagkrem eru
borin á. Því næst kemur
farðinn eða „meikið",
fyrir þær sem það nota,
og er mikilvægt að litur
þess sé með sama
litblæ og húðin. Að
þessu loknu er hægt að
setja kinnalit og gott er
að Ijúka snyrtingunni
með því að nota laust,
þunnt púður.
Eins og sjá má er mikið
framboð af hreinsi- og
snyrtivörum fyrir húðina
og þó hefur ekki verið
talað um
vörumerkjamarkaðinn
en hann er mikill
frumskógur sem
vandratað er um, en
ráðlegast er að hver og
einn finni einhvern sem
treystandi er til að gefa
góð ráð í þeim efnum.
Snyrtistofur nota
iðulega ákveðin
vörumerki og gefa
viðskiptavinum kost á
að reyna þau. Það er
síðan á valdi hvers og
eins að velja og hafna
og finna út hvað best
hentar.
Fyrir þær konur sem
nota farða að staðaldri
er mikilvægt að læra að
nota réttar vörur, bæði
hvað varðar gerð og liti.
Á förðunar- og
litgreiningarnámskeiðum
má læra meðferð farða
en mestu varðar þó að
læra að rækta heilbrigði
og ferskleika
húðarinnar því að
ástandi hennar verður
aldrei leynt með farða.
Við komumst alltaf að
sömu niðurstöðu,
nefnilega þeirri að
ekkert getur komið í
staðinn fyrir hollt
mataræði og
heilsusamlegt líferni.
9