Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 13
EFTIR ASTHILDI E. BERNHARÐSDOTTUR
SPEGILL, SPEGILL,
HERM ÞÚ MÉR ...
Á hin aldagamla austræna læknisfræði erindi
til okkar í dag? Par sem orsaka sjúkdóma er
leitað í fæðuvali sjúklings, líkamlegri
hreyfingu, andlegu ástandi og umhverfi hans?
Ráðleggingar um breytingar á lífsstíl væru
gefnar sjúklingnum samkvæmt þeirri
greiningu?
í nútíma vestrænni læknisfræði eru
sjúkdómar meðhöndlaðir að mestu með
lyfjagjöf og skurðaðgerðum. Gengið er út frá
sjúkdómseinkennum við greiningu en í
austrænu fræðunum er lögð áhersla á að
greina sjúkdóma áður en einkenna verður
vart. Er þá dæmt um líkamlegt og andlegt
ástand einstaklings með þvf að skoða
andlitshluta hans og líkamsbyggingu. Líf í dag
er óhugsandi án vestrænnar læknisfræði,
nútímamaðurinn þrifist ekki án hennar.
Næmi fyrir líkamanum eins og mörgu öðru
hefur minnkað hjá okkur en ein leið til að
auka næmið er tileinkun austrænna
læknisfræða.
Mikill áróður er í gangi í þjóðfélagi okkar fyrir
forvarnarstarfi í heilbrigðismálum. Leggjast
þar allir á eitt bæði leikmenn sem lærðir og
hvetja fólk til breytinga á lífsstíl. Vafalaust
svara margir þeirra spurningunni hér að
framan játandi.
Hér á eftir fer nokkur
fróðleikur sem tekinn er
beint úr austurlenskum
fræðum um forvarnir.
Leitað er að
vísbendingum um hvort
einstaklingar hafi
tilhneigingar til að fá
ýmsa sjúkdóma. Hér er
að sjálfsögðu ekki um
vísindalega
sjúkdómsgreiningu að
ræða og rétt eins og í
vestrænni læknisfræði
er það hlutverk
kunnáttumanna að
sjúkdómsgreina
endanlega áður en til
lækningar kemur.
Lögmál austrænnar
læknisfræði byggir á
einfaldri kenningu um
andstæða krafta er
nefnast yin og yang.
Samkvæmt kenningunni
grundvallast allt líf á
stöðugum breytingum,
yin verður yang eða
Yirc YAT1Q
ÚTVlKKANDI SAMANDRAGANDI
ÓREIÐA SKIPULAG
RÓLEGHEIT HRAÐI
STUTTBYLGJUR LANGBYLGJUR
FRAMTlÐ FORTiÐ
LÓÐRÉTT LÁRÉTT
LÉTT ÞUNGT
KALT HEITT
DÖKKT LJÓST
RAKT ÞURRT
ÞUNNT ÞYKKT
STÓRT SMATT
BROTHÆTT HART
LANGT STUTT
MJÚKT HART
SÚRT OG SÆTT SALTAÐ OG BEISKT
LOFT, VATN JÖRÐ.ELDUR
VETUR SUMAR
JURTARlKI DÝRARlKI
ANDLEGT LlKAMLEGT
KVENKYNS O.S.FRV. KARLKYNS
FLOKKA MÁ ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR í
YIN EÐA YANG. LISTINN HÉR AÐ OFAN GETUR
HJÁLPAÐ VIÐ AÐ GLÖGGVA SIG Á
KENNINGUNNi.
yang verður yin. Allt á
sér sína andstöðu í
heildinni. Án kulda yrði
enginn hiti og án við-
náms yrði engin hreyf-
ing o.s.frv. Þegar
hreyfing er samdrag-
andi, í átt að jörðu er
yang hið ríkjandi afl.
Samdragandi afl leiðir
af sér þéttleika, meiri
virkni, hita, þyngd, hraða
o.s.frv. Sé hreyfing í átt
til útvíkkunar, frá jörðu,
er yin ríkjandi aflið sem
leiðir af sér minni þétt-
leika, minni virkni,
léttleika, minni hraða
o.s.frv. Hér á eftir lítum
við á hvernig sjúkdómar
eru greindir í austrænu
fræðunum með því að
skoða andlitshluta. Er
þá talað um að líffæri
séu í yin- eða yang-
ástandi. Skilningur á
þessari kenningu er
nauðsynlegur vilji fólk
öðlast innsýn í fræðin.
13