Heilsuvernd - 01.03.1991, Qupperneq 16

Heilsuvernd - 01.03.1991, Qupperneq 16
Augnlok Á augnlokum er annaðhvort einföld eða tvöföld húðfell- ing. Fólk á vesturlöndum er yfirleitt með tvöfalda húð- fellingu sem lýsir yin-ástandi. Einföld húðfelling lýsir þá yang-ástandi. Blikki maður oft augunum bendir það til þess að líkam- inn sé að reyna að losa sig við umfram-yin. Eðlilegt er að blikka augunum fjórum sinn- um á mínútu eða fimmtándu hverja sekúndu. Lítil börn blikka ekki augum og heilbrigður maður á að komast af án þess að blikka í margar mínútur. Hægt er að hafa betur í samningaviðræðum ef starað er á andstæðinginn án þess að blikka auga! Áberandi rauður litur í augnhvítunum bendir til slæms ástands lifrarinnar. Búið er að ofgera lifrinni með óhóflegri neyslu matar, sérstaklega dýraafurða. Bólgin augnlok vitna um steina í gallblöðrunni. Bólgan hverfur um leið og gallsteinarnir. Dökkbrúnn litur undir augum bendir til of mikils yang- ástands nýrnanna og vanda í móðurlífi. Bólga undir augum bendir til nýrnasteina. Myndun gall- steina eða blóðtappa gæti líka verið í uppsiglingu. Fjólubláir eða dökkbláir baugar undir augum sýna blóðstöðnun, líklega af völdum of mikillar neyslu á ávöxtum, sykri og kjöti. Útstæð augu benda til yin- ástands og truflunar í skjaldkirtli. Bólur innan á augnlokum vitna um of mikið eggja- hvítuefni í líkamanum en þær birtast og hverfa tiltölulega fljótt. Litur innan á augnlokunum ætti að vera rauður, hvítur litur bendir til blóðleysis. Augabrúnir Breiðar og þykkar augabrúnir eru yang en þunnar yin. Óhófleg neysla matar sérstaklega sykurs þynnir augabrúnirnar og smám saman hverfa þær. Þegar þannig er ástatt hjá fólki bendir það til að hætta sé á krabbameini. Nef Nefið getur sagt okkur mikið um ástand okkar. Með því að minnka matarneyslu getum við séð nef okkar minnka. Langt og háreist nef er yin. Stutt nef vitnar um gott líkamlegt atgervi. Lítið og uppbrett nef sýnir sterkt yang. Miðja nefsins sýnir ástand hjartans. Stækkað nef (óhófleg neysla matar og drykkjar) sýnir stækkun hjartans. Nasirnar sýna ástand lungnanna. Því stærri sem nasirnar eru því betra. Litlar nasir benda til viðkvæmra lungna. Vel lagaðar nasir bera karlmennsku vitni. Nef sem er annaðhvort fitugt eða skínandi sýnir óhóflega neyslu á dýrafitu. Rauð graftarbóla uppi á nefi sýnir of háan blóðþrýsting og hættu á hjartasjúkdómi. Munnur Munnur ætti að vera í álíkri vídd og nefið, aðeins minni þó hjá konum. Lítill munnur sýnir lífsþrótt, yang-ástand. Stór munnur sýnir hið andstæða og að á fósturstigi hafi skort samdragandi afl til mótunar. Nú til dags hafa flestir stóra munna en stækkun þeirra er merki um að meltingarfærin eru veik- byggðari en áður. Myndist láréttar línur milli munns og nefs þegar við brosum bendir það til veikleika í kynfærum. Hjá karlmönnum ber það vitni veikrar kynorku en hjá konum truflana í tíðahring. Orsökin

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.