Heilsuvernd - 01.03.1991, Qupperneq 28
Besta fæði fyrir fólk
með sveppi...
Aldrei ætti að
gefa sýklalyf
nema gefa
acidophilus-gerla
á eftir.
Þessari
ráðleggingu er
einkum beint til
lækna, sem
flestir vita þetta
en trassa
venjulega.
leiðbeiningar þar að lútandi. Aftur vísa
ég í bókina „Migrenbyltingin".
Besta fæðið fyrir fólk með sveppi er
sennilega grænmeti, rótarávextir,
sérstaklega gulrófur sem taldar eru
mjög æskilegar, hnetur og möndlur,
hýðishrísgrjón, sólblómafræ og ýmis
önnur fræ, fiskur og e.t.v. kjöt fyrir þá
sem ekki eru jurtaætur. Sumir bæta
mjólkurvörum við þetta, sérstaklega
AB-mjólk. Aðrir telja hana of súra.
Sjálfsagt má bæta hinu og þessu við
þennan lista en það geta lesendur sjálfir
gert og læt ég því staðar numið.
EFTIRMÁLI
Hér hefur í stuttu máli verið reynt að
draga saman mikið efni og bera það á
borð fyrir lesendur í alþýðlegum
búningi.
í lokin verða settir hér fram nokkrir
minnispunktar.
1. Sveppasýking er alvarlegur sjúk-
dómur og miklu algengari en flestir,
einnig læknar, hafa talið en leynir sér
oft bak við margs konar ólík einkenni.
2. Aðalástæða þess að sveppasýking
hefur færst svo mjög í vöxt á síðari
tímum er óhófleg og oft ógætileg
notkun ýmissa lyfja sem annaðhvort
drepa „vinsamlegan" gerlagróður í
þörmum fólks eða veikla ónæmiskerfið
svo að sveppurinn nær að þrífast. Þessi
lyf eru sýklalyf, sterar af cortison-gerð
og getnaðarvarnarpillur ásamt
nokkrum gigtar- og ofnæmilyfjum. Þar
við bætist allt of mikil neysla sætinda
sem örvar mjög vöxt sveppagróðurs í
þörmum.
3. Candida-sveppurinn myndar eitur-
efni sem berast út í blóðið og valda þar
m.a. bjögun á ónæmiskerfinu með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
A Nystatin og nokkur önnur lyf, þ.á m.
„náttúruleg efni", hafa reynst vel við
að eyða sveppunum, bæði innvortis
og útvortis. Þegar sveppunum hefur
verið eytt hverfa sjúkdómseinkennin
oft fljótlega.
5. Nauðsynlegt er að gróðursetja
„vinsamlegan" þarmagróður í stað
candida-sveppsins þegar honum hefur
verið útrýmt. Mjólkurgerillinn
lactobacillus acidophilus og nokkrir
aðrir gerlastofnar hafa reynst vel í þeim
tilgangi. Sé þess ekki gætt er hætt við
að candida-sveppurinn nái fljótlega
yfirhöndinni á nýjan leik þegar lyfjagjöf
er hætt.
6. Aldrei ætti að gefa sýklalyf nema
gefa acidophilus-gerla á eftir. Þessari
ráðleggingu er einkum beint til lækna,
sem fiestir vita þetta, en trassa
venjulega.
7. Sé um langvarandi sýklalyfjagjöf að
ræða, getur verið nauðsynlegt að nota
samhliða sýklalyfinu nystatin eða
eitthvert annað efni sem hindrar
útbreiðslu candida-sveppsins.
LOKAORÐ HÖFUNDAR
Dr. Truss, sá er þessar upplýsingar eru
að mestu fengnar frá, kynnti
niðurstöður margra ára rannsókna á
þessu sviði á ráðstefnu við Huxley-
rannsóknarstofnunina í Boston árið
1981 og sagði þá að æskilegt hefði
verið að bíða með að birta
niðurstöðurnar í nokkur ár í viðbót til
þess að þær yrðu enn öruggari og
þetri. Hann taldi þó að málefnið væri
svo brýnt að ekki mætti draga lengur
að kynna þessar rannsóknir almenningi
og læknum.
Síðan eru nú liðin 10 ár og dómur
reynslunnar kominn á margt það sem
Dr. Truss hélt fram í skýrslum sínum
og greinum sem gert hafa hann
heimsfrægan.
Þegar ég skrifaði fyrst um þetta efni í
Hollefni og heilsurækt árið 1984 fékk
ég heldur kaldar kveðjur frá sumum
læknum. Nú, sjö árum seinna, get ég
verið nokkuð ánægður þegar litið er
yfir þessi ár. Þó að e.t.v. sé varla hægt
að segja að full viðurkenning sé fengin
á þeim hugmyncjum sem þessi grein
byggist á, eru þær þó teknar alvarlega
af mörgum læknum og almenningi.
Ekki síður er þó mikilvægt, að ég hef
sjálfur sannfærst um að þessar
hugmyndir eru réttar og að hér er á
ferðinni eitt mesta heilsufarslega
vandamál vorra tíma.
í því trausti að sannfæring mín sé rétt
lýk ég þessari grein.
Ævar Jóhannesson.
28