Heilsuvernd - 01.03.1991, Page 35
EFTIR GUÐRUNU
HJARTARDÓTTUR
GETNAÐARVARNIR
HVAÐ ER Á BOÐSTÓLUM?
Fyrir þá sem viija lifa eðlilegu kynlífi en
koma í veg fyrir ótímabæran getnað er um
ýmsar leiðir að velja.
Þær getnaðarvarnir sem fram hafa komið á
undanförnum áratugum eru nær einvörðungu
ætlaðar konum.
Hafa margar þeirra látið í Ijós óánægju með
þessa þróun og telja hana ýta undir að
karlmönnum finnist þeir ekki bera ábyrgðina
hvað þetta mál varðar. En á meðan þróun
„karla-pillunnar" og „karlaklemmunnar" er
ekki lengra á veg komin lendir það oft á
konunni að umbera aukaverkanir pillunnar,
lykkjunnar, hettunnar, sæðisdrepandi krema
og langflestra annarra getnaðarvarna.
Hér verður leitast við að gera nokkur skil á
helstu valkostum í getnaðarvörnum sem nú
eru á boðstólum hér á landi.
Þær varnir sem hérlendis
standa nú til boða eru
pillan, lykkjan, hettan,
smokkurinn og ýmsar
tegundir af sæðis-
drepandi kremi, froðu og
stílum. Bæði kynin geta
síðan farið í ófrjósemis-
aðgerð en það er, eins og
gefur að skilja, varanleg
getnaðarvörn og er því
um afdrifaríka ákvörðun
að ræða.
Lítum nú á hinar ýmsu
gerðir getnaðarvarna og
grennslumst fyrir um
kosti þeirra og galla,
öryggi þeirra, hvernig
þær verka og hvað þær
kosta.
PILLAN
öryggi 97-99,8%
Getnaðarvarnarpillan er
öruggasta getnaðarvörn
sem völ er á. Hún kom
fyrst á markaðinn
snemma á sjöunda
áratugnum og er líklega
mest notaða getnaðar-
vörnin í vestrænum
samfélögum.
Til eru nokkrar gerðir af
pillunni en flestum er það
sameiginlegt að þær
innihalda tvær gerðir
kvenhormóns. Samsetta
pillan inniheldur bæði
progesteron og östrogen.
Báðar tegundir verka
þannig að notkun þeirra
kemur í veg fyrir að
stýrihormónin LH og FSH
myndist og berist frá
heiladinglinum. Þannig
stöðvast egglosið.
Með því að minnka
starfsemi eggjastokk-
anna koma pilluhormón-
in í veg fyrir að eggfrumur
þroskist og losni frá
eggjastokkunum sem
leiðir af sér að þungun
getur ekki orðið. Þetta eru
mikilvægustu áhrif pill-
unnar. Einnig veldur
pillan breytingum á slími
í leghálsi sem gerir
sáðfrumum erfiðara að
komast leiðar sinnar.
Flestar pillutegundir eru
teknar samfleytt í 21 dag,
þá er tekin hvíld í viku og
síðan byrjað á nýjum
skammti.
Kostir pillunnar eru að
hún veitir konum tækifæri
til að hafa meiri stjórn á
því hvenær þær vilja ala
barn. Hún er mjög hand-
hæg, minnkar blæðingar
og dregur yfirleitt úr tíða-
verkjum. Hið mikla öryggi
pillunnar sem getnaðar-
varnar byggist á því að
hún sé tekin daglega. Það
má því ef til vill flokka það
sem ókost á notkun
pillunnar að hún krefst
mikillar samviskusemi,
að gleyma henni aðeins í
eitt skipti getur haft mjög
afdrifaríkar afleiðingar.
Mikilvægt er að láta
athuga blóðþrýstinginn
reglulega því að pillan
getur valdið hækkun á
blóðþrýstingi.
Alvarlegar aukaverkanir
tengjast hjarta- og æða-
sjúkdómum og konur
sem komnar eru yfir 35
ára aldur og reykja að
Ókostir pillunnar eru
aukaverkanirnar, bæði
vægar og alvarlegar.
Af þeim vægari má telja
minnkun á kynhvöt,
þyngdaraukningu, bjúg,
þunglyndi, höfuðverkja-
köst, flökurleika, eymsl í
brjóstum, útferð, sveppa-
sýkingu í fæðingarvegi og
útbrot í andliti.
auki ættu ekki að taka
pilluna vegna hættu á
heilablóðfalli, blóðsega-
bólgu og kransæðastíflu.
Þetta á einnig við um
yngri konur sem koma úr
fjölskyldum þar sem
þessir sjúkdómar eru
algengir.
Alvarleaar aukaverkanir:
Helstu einkenni eru verkir
35