Heilsuvernd - 01.03.1991, Qupperneq 37

Heilsuvernd - 01.03.1991, Qupperneq 37
í ganglimum (kálfa eða læri), bólgur í fótleggjum eða ökklum, verkir í brjóstkassa, hósti, mæði, óvenju slæm höfuðverkja- köst með svima, máttleysi og náladofa, sjón- eða taltruflanir og slæmir kviðverkir. Finni konan til einhverra þessara einkenna ætti hún tafarlaust að leita læknis. Pillan getur valdið ófrjó- semi en algengara er þó að hún valdi tímabundinni ófrjósemi þar sem eggja- stokkarnir virðast þurfa nokkra mánuði til að jafna sig svo að konan verði jafnfrjósöm og fyrr. Þó eru skiptar skoðanir á þessum aukaverkunum og margir læknar vilja gera lítið úr þeim og telja að jákvætt viðhorf og rétt tegund af pillunni eigi að geta leyst vanda hverrar konu. En það er auðvitað konunnar sjálfrar að ákveða hvað hún tekur inn og hvaða áhættu hún vill taka með eigin líkama. Eina haldbæra ráðið fyrir konur, sem einhverra hluta vegna líður ekki vel af pillunni, er að nota aðra getnaðarvörn. Pillunni er yfirleitt úthlutað í þriggja mánaða skömmtum og kostar slíkur skammtur 600-1.400 krónur eftir tegund. Á ársgrundvelli þýðir það 2.400-5.600 krónur. Lykkjunni komið fyrir. Aðgerðin er sársaukaiítil en oftast veldur lykkjan þó óþægindum fyrstu dagana eða jafnvel vikurnar. LYKKJAN Öryggi: 98,5% Lykkjan var fundin upp snemma á öldinni. Hún vakti litla athygli til að byrja með og það var ekki fyrr en um 1950 að farið var að líta á hana sem hagnýta getnaðarvörn. Lykkjan er getnaðarvörn úr plasti og koparþræði sem komið er fyrir í legi konunnar í þeim tilgangi að breyta I e g s I í m - h ú ð i n n i þannig að f rjóvgað egg nái ekki að f e s t a s t þar. Eggið visnar og leysist upp í leginu. Hún truflar einnig frjóvgun. Koparinn eykur á öryggi lykkjunnar og auðveldar ísetningu hennar þannig að konur þola hana betur. Hann veitir líka vissa vörn fyrir bakteríusýkingu. Læknir kemur lykkjunni fyrir í legi konunnar. Kostir lykkjunnar eru að hún er nokkuð örugg getn- aðarvörn. Þegar henni hefur verið komið fyrir þarf varla að hugsa meira um hana í 1-2 ár fyrir utan það að konan þreifar öðru hverju fyrir koparþræðin- um til þess að kanna hvort lykkjan sé á réttum stað. Verkun hennar er ein- göngu bundin við legið. Ókostir lykkjunnar eru að hún eykur oft blæðingar og stundum orsakar hún aukablæðingar á miðju tíðabilinu. Stundum eykur hún einnig tíðaverki. Lykkjan getur valdið bólgu í legi sem síðan færist upp í eggjaleiðarana þar sem hún gæti hugsanlega valdið varanlegri ófrjó- semi. Konur með I y k kj u n a sem finna til sárra v e r k j a neðarlega í kviðarholi s a m f a r a útferð, hita og blæð- i n g u m eiga tafar- laust að leita til læknis. Má sem dæmi nefna að eggjaleiðarabólga er allt að sjö sinnum algengari hjá konum sem aldrei hafa eignast börn og eru með lykkjuna heldur en hjá þeim sem notað hafa pilluna. Þetta leiðir til þess að læknar eru oft tregir til að láta barnlausar konur hafa lykkjuna. Best er að koma lykkjunni fyrir strax að loknum blæðingum. Konur sem eru nýbúnar að eignast börn geta fengið lykkjuna 5-6 vikum eftir fæðingu. Sá möguleiki er fyrir hendi Ýmsar gerðir lykkju að lykkjan geti losnað og er hættan mest á fyrstu mánuðunum eftir ísetn- inguna. Lykkjan kostar yfirleitt um 2.500 krónur og með heimsókn til sérfræðings sem kostar 900 krónur gerir það 3.400 krónur á ári. Ef konan er með lykkjuna í tvö ár gerir það 1.700 krónur á ári að meðaltali. HETTAN Öryggi: 97% (sé sæðisdrepandi krem notað með) Hettan er skálarlaga úr þunnu gúmmíi eða plasti sem fest er á sveigjan- legan hring. Henni er komið fyrir uppi í leg- göngunum stuttu fyrir samfarir þannig að hún fellur að leghálsopinu og kemur í veg fyrir að sæðið nái að komast inn í legið. Hún er fremur óörugg getnaðarvörn ef ekki er notað sæðisdrepandi krem eða froða sem borin eru á hettuna áður en henni er komið fyrir. Ekki má líða lengri tími en 3 klukkustundir frá því að hettunni er komið fyrir og þar til að samfarir eiga sér stað. Líði lengra frá þarf að bæta sæðisdrepandi efni við það sem fyrir er og eru stílar bestir til þess. Konan verður að vera með hettuna í sér í a.m.k. sex stundir eftir samfarir, 36 Mikilvægt er að hettan sé hæfilega stór fyrir viðkomandi. Læknir sér um að mæla fyrir stærð hettunnar og slíkt þarf að endurtaka eftir barnsburð og ef konan þyngist eða léttist mikið, er þá miðað við fimm kíló til eða frá. Hettuna þarf að þvo og þurrka vandlega eftir notkun og einnig þarf að fylgjast vel með hvort nokkur göt hafi myndast á henni. Kostir hettunnar eru helst þeir að hún hefur mjög litlar aukaverkanir, ef nokkrar, og hefur hún engin áhrif á ánægju fólks af kynlífinu, hvorki karla né kvenna. Ókostir eru helst þeir að sumum konum finnst Hettan Hettan fellur yflr leg- hálslnn og er sett upp af konunnl sjálfri fyrlr samfarlr. kannski þvingandi að þurfa að koma hettunni fyrir. Fylgjast þarf vel með að hettan sé í lagi og helst þarf að mæla fyrir nýrri á eins til tveggja ára fresti. Einstaka kona eða karl hafa ofnæmi fyrir efninu sem hettan er gerð úr en afar sjaldgæft er að fólk hafi ofnæmi fyrir hinum sæðisdrepandi efnum. Kostnaður við hettuna er 900 krónur fyrir heimsókn til sérfræðings og hettan sjálf kostar 800 krónur. Síðan bætist við kostn- aður vegna kaupa á sæðisdrepandi efnum og fer það að sjálfsögðu eftir notkun hversu mikill sá kostnaður er. SMOKKURINN Öryggi: 94-98% (sé sæðisdrepandi krem notað með). Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem karlmönnum stendur til boða fyrir utan ófrjó- semisaðgerðir. Smokkurinn á sér langa sögu en það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem framfarir í fram- leiðslu hans hafa gert hann að nokkuð öruggum valkosti. Smokkurinn er framleidd- ur þannig að glerstöng er dýft ofan í fljótandi gúmmíefni sem síðan storknar. Fínu dufti er sáldrað á gúmmíið til að koma í veg fyrir að það límist saman og eins er gjarnan sett sleipiefni til að gera notkun hans auðveldari. Sumar tegundir eru einnig framleiddar með sæðisdrepandi kremi sem eykur öryggi þeirra til muna. Notkun smokksins er auðlærð og auðveld en honum er einfaldlega rúllað upp á getnaðarlim- inn þegar fullri stinningu er náð. Helstu kostir smokksins eru þeir að engar auka- verkanir fylgja notkun hans, hversu handhæg notkun hans er og hversu auðfáanlegur hann er. Allar lyfjaverslanir selja smokkinn en hann má einnig fá víða annars staðar eins og á almenningssalernum, á veitingahúsum, á bensín- sölum og í sumum stór- mörkuðum. Hver sem er getur keypt smokkinn og er hann því hentugur fyrir þá sem veigra sér við að fara til læknis og biðja um getnaðarvarnir eins og t.d. unglingar. En smokkurinn er ekki bara getnaðarvörn heldur er hann einnig besta vörnin gegn allskyns sjúkdómum sem smitast við samfarir, fyrir konur jafnt sem karla. Þetta gildir fyrir sjúkdóma eins og klamydíu, lekanda, herpes og síðast en ekki síst alnæmi eða eyðni. Þá er einnig talið líklegt að smokkurinn veiti vörn gegn leghálskrabba- meini. Fyrir fólk sem hefur ekki fundið sér fastan ból- félaga eða hefur hrein- lega ekki áhuga á því, er smokkurinn tvöföld vörn sem vert er að nýta sér. Ókostir við notkun smokksins eru fáir. Karlmenn kvarta undan því að gúmmíið dragi úr ánægju þeirra af kynlífi. Eins finnst sumum vandræðalegt að standa í einhverri uppátroðslu þegar ástarleikurinn stendur sem hæst. En þar sem þetta er eina getnaðarvörnin sem karlmenn eiga völ á dugir ekki annað en að gera jaað besta úr málunum. Öryggi smokksins bygg- ist á því að hann sé rétt notaður. Það er mikil- vægt að nota hann frá upphafi samfara, en ekki bara á lokasprettinum. Þá er nauðsynlegt að karlmaðurinn dragi lim- inn út úr leggöngunum fljótlega eftir sáðlát til þess að koma í veg fyrir að sæðið renni út úr smokknum og komist þannig inn í leggöngin. Einnig má auka öryggi smokksins mikið með því að nota annaðhvort smokka sem framleiddir eru með sæðisdrepandi kremi eða þá að konan notar sæðisdrepandi krem samhliða því að maðurinn notar smokk- inn. Kostnaður við smokkinn fer að sjálfsögðu eftir notkun því að smokkur- inn er einnota getnaðar- vörn. Til eru margar og misjafnar tegundir en algengt verð á pakka með 12 smokkum er um 350 37

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.