Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 38
krónur. Það eru því um 30
krónur í hvert skipti og
svo verður hver að reikna
sína ársnotkun (meðaltal
gæti verið 2,5 x 52 vikur =
130 skipti á ári x 30 krónur
= 3.900 krónur á ári).
SÆÐISDREPANDI
KREM, HLAUP OG
FROÐA (STÍLAR)
Ekki er ráðlegt að nota
sæðisdrepandi efni ein og
sér til getnaðarvarna. En
þau geta verið mjög
áhrifarík ef þau eru notuð
með öðrum vörnum eins
og smokki eða hettu.
Sæðisdrepandi krem,
hlaup og froða, sem er
einnig til í formi stíla, verka
þannig að um leið og
sæðisfrumur komast í
snertingu við efnið hætta
þær að hreyfast eða
drepast þannig að þær ná
Ófrjósemisaðgerð á karli
aldrei upp í eggjaleiðara
til að frjóvga egg.
Þessa getnaðarvörn er
hægt að fá án lyfseðils í
apótekum og kostar hver
pakkning, sem endist í þó
nokkur skipti, 400-700
krónur.
ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR
Öryggi: 100%
Bæði kynin geta látið
framkvæma á sér ófrjó-
semisaðgerðir og öðlast
þannig varanlega getn-
aðarvörn.
Um er að ræða aðgerðir
þar sem leið eggsins eða
sæðisfrumanna er rofin.
Slíkar aðgerðir hafa því
ekki áhrif á framleiðslu
kynhormóna. Karlar halda
áfram að framleiða sæði
en án sæðisfruma og
konur halda áfram að
framleiða egg sem ná ekki
til legsins og eyðast því
upp.
Innlögn á sjúkrahús er ekki
nauðsynleg fyrir karla
sem fara í ófrjósemis-
aðgerð. Aðgerðin er fram-
kvæmd undir staðdeyf-
ingu og eru gerðir tveir
smáskurðir á punginn og
eistalyppurnar tvær
skornar í sundur.
Ráðlagt er að nota aðrar
getnaðarvarnir þar til að
tvö sýni af sæðisvökva
hafa greinst sæðisfrumu-
laus. Tiltölulega lítil óþæg-
indi fylgja aðgerðinni.
Konur sem fara í ófrjó-
semisaðgerð eru venju-
lega svæfðar og þurfa að
vera í mesta lagi
sólarhring á sjúkrahúsi.
Aðgerðin sjálf tekur
fimmtán mínútur. Lítill
skurður er gerður neðan
við nafla og aðgerðin gerð
með kviðarholsspeglun-
artæki þar sem eggja-
leiðurunum er lokað með
litlum klemmum eða
rafneista. Stundum eru
þeir skornir í sundur og
bundnir saman. Þessi
aðgerð veldur ekki mikilli
vanlíðan.
Mikilvægt er að þeir sem
velja sér ófrjósemis-
aðgerð sem getnaðarvörn
séu ákveðnir í að þeir vilji
ekki eignast fleiri börn um
ævina því að hverfandi
líkur eru á að hægt sé að
gera þá frjóa á ný.
Nánari upplýsingar er
hægt að fá í bæklingum
sem Landlæknisembætt-
ið gefur út þar sem er að
finna ítarlega umfjöllun
um getnaðarvarnir. Á
Heilsuverndarstöðinni í
Reykjavík er starfrækt
kynfræðsludeild og einnig
eru kvensjúkdómalæknar,
heimilis- og heilsugæslu-
læknar og Ijósmæður
iðulega tilbúin til að gefa
ráð varðandi getnaðar-
varnir og notkun þeirra.
NÝJUNGAR
„Viljum ekki gera fólk
að tilraunadýrum"
segir landlæknir um
nýjungar á sviði
getnaðarvarna.
Öðru hverju koma upp
einhverjar nýjungar á
sviði getnaðarvarna.
Stöðugt fara fram
rannsóknir og tilraunir í
heiminum sem miða að
því að finna öruggari og
þægilegri getnaðar-
varnir en nú tíðkast. Lengi
hefur pilla fyrir karla verið
á tilraunastiginu en lítið
hefur heyrst um hana á
undanförnum árum.
Svampurinn
er ný getnaðarvörn fyrir
konur og er þegar farið
að auglýsa hann í kvenna-
blöðum vestan hafs.
Þetta er skálarlaga
svampur sem inniheldur
sæðisdrepandi efni.
Honum er komið fyrir í
leggöngunum, líkt og
hettunni, en síðan fleygt
eftir notkun. Svampurinn
er því nokkurs konar ný
útfærsla á hettunni.
Vængurinn
eða verndarvængurinn,
eins og hann hefur verið
kallaður á íslensku, er allra
nýjasta uppfinningin á
sviði getnaðarvarna.
Verndarvængurinn er
samsettur úr fimm litlum
silíkonpípum sem inni-
halda hormón eins og þau
sem er að finna í venju-
legri getnaðarvarnarpillu.
Vængnum er komið fyrir í
fitulagi undir húðinni á
upphandlegg konunnar
með einfaldri aðgerð.
Þaðan dreifast hormón út
um líkamann og er talið
að getnaðarvörn þessi
dugi í fimm ár.
Hvenær sem þess er
óskað er svo hægt að
fjarlægja verndarvæng-
inn. Þessi aðferð komst
nýverið á það stig að hægt
er að prófa hana. Verður
hún reynd í 17 löndum
næstu 5-10 árin áður en
hún verður sett á
almennan markað.
Að sögn landlæknis er
fylgst nokkuð vel með
þróun slíkra nýjunga hér
á landi og höfum við verið
fljót að tileinka okkur
notkun viðurkenndra
getnaðarvarna eins og t.d.
pillunnar á sínum tíma.
En jafnframt tekur land-
læknir fram að strangt
eftirlit er með því hér-
lendis hvað læknar mega
gefa fólki í þessum efnum,
sumt af því sem sett er á
markað erlendis reynist
alls ekki vera nógu gott til
langs tíma eða þegar á
reynir. Af þessum sökum
er yfirleitt ekki farið geyst
í að leyfa slíkar nýjungar,
því að „þótt við séum
opnir fyrir nýjungum
viljum við ekki gera fólk
að tilraunadýrum" segir
landlæknir.
38