Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 45

Heilsuvernd - 01.03.1991, Side 45
tóbaksfyrirtæki kaupa sig inn í kvikmyndir og sjónvarpsþætti og hrein- lega múta framleið- endum. Ég kalla sígarettuna „verkfæri" af því að enginn nýtir hana í byrjun vegna eiginleikanna, þ.e. vegna eitursins sem í henni er. Menn kaupa ekki sígarettur til að menga sjálfa sig og andrúms- loftið, heldur til að tjá sig með þeim líkt og gert er með varalit, dökkum sól- gleraugum á dansleik, barmmerkjum sem gefa til kynna stjórnmálaskoð- anir eða öðrum þvílíkum verkfærum. Sígarettan verkar þá eins og hluti af leikgervi viðkomandi persónu og sama má segja um klæðnað og ýmsa hluti sem notaðir eru sem verkfæri til þess að byggja upp ákveðið hlutverk, hvort sem það er gert meðvitað eða ómeðvitað. Unglingur sem byrjar að reykja gerir það í hópi sem vill skera sig úr. Sumir reykja bara til þess að herma eftir en um leið tileinka þeir sér ákveðna menningu sem er sköpuð af utanaðkomandi aðilum, þ.á m. auglýsendum og kvikmynda- framleiðendum. Sé unglingurinn veikur fyrir og skorti gagnrýni og sjálfstæða hugsun verður hann auðveldur í taumi og fylgir hópnum án þess að kvarta. TVENNS KONAR TILVERA Aðferðin sem ég nota í skólastarfinu er sú að láta nemendurna rýna í myndir sem eru dæmigerðar fyrir framleiðslu myndveranna. Við búum einnig sjálf til auglýsinga- myndir af sama toga og skeytum þá saman ýktum dæmum sem sýna hversu auðvelt er að blekkja fólk með litlum tilkostnaði. Hugsum okkur að auglýsingar segðu sannleikann, að sígarettu- auglýsing sýndi hrukkótta konu sem Þessi ætti að virka! Við gætum allt eins verið að horfa á atriði úr kvikmynd: Fullkomna parið, góða veðrið, tryllitækið, heiti potturinn, gítarinn með og sígarettan í aðalhlutverki. Hér er draumaveröldin í öllu sínu veldi og sannleikurinn látinn lönd og leið. Hvaða samband er á milli vörunnar og stúlknanna í bakgrunninum? Það er ekkert samband þar á milli. í stað leiðréttingarvökvans mætti allt eins setja inn á myndina sjampó, sokkabuxur, kattamat eða sígarettur. sjálfsvitund sína og er því í leit að fyrirmyndum sem geta styrkt ímynd hans og öryggiskennd. Hann þiggur því afurðir myndveranna með gleði og gagnrýnislaust. Gagnrýnin hugsun telst yfirleitt ekki til eiginleika unglinga, þvert á móti eru það hópþrýstingur og óöryggi sem einkennir afstöðu þeirra. Það er því á okkar ábyrgð, sem teljum okkur þekkja muninn á réttu og röngu, að byggja unglingana þannig upp að þeir tileinki sér ekki hverja þá vitleysu sem framleidd er í gerviheimi myndveranna. Við viljum tryggja að unglingarnir séu sér þess meðvitaðir að „myndveratilveran" er tilbúningur og að þeir séu færir um að greina á milli raunveruleikans og þeirrar tilveru. Með það markmið í huga hef ég unnið með þeim dagskrá sem er ætlað að afhjúpa blekkingar er felast í afurðum myndveranna. Sígarettan er eitt þeirra „verkfæra" sem oft er notað í myndbyggingu. Ástæðurnar fyrir tilvist sígarett- unnar í kvikmyndum eru margvíslegar, frá sjónarhorni Ijósmyndarans er stundum heppilegt að hafa reyk með í myndrammanum. Önnur ástæða getur verið að persóna sé látin grípa til sígarettunnar til túlkunar á taugaspenningi. Yfirleitt lýsir það skorti á hugmyndaflugi leikstjóra að nota sígarettuna sem „verkfæri" til þess að túlka tilfinningar en alvarlegust er sú staðreynd að 45

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.