Fréttablaðið - 18.12.2021, Síða 8
Það er ekki hægt að
þegja yfir þessu. Stjórn-
endur í sveitarfélögum
eiga ekki að komast
upp með að fela sig á
bak við svona skýrslur.
Guðsteinn
Einarsson, íbúi í
Borgarfirði
Ef að þetta fólk hefði
fengið eingreiðsluna
sem það hefur verið að
kalla eftir myndi það
bjarga jólunum hjá
ansi mörgum.
Áslaug Guðný Jónsdóttir, stýra
Facebook-hópsins Matarhjálp.
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
FUNI dúnúlpa
Kr. 33.990.-
GRÍMSEY hanskar
Kr. 2.990.-
ASOLO Falcon
Kr. 29.990.-
RÖKKVI göngubuxur
Kr. 11.990.-
Eyjaallajökull hlý dúnúlpa
Kr. 48.990.-
HVÍTANES
Merino buxur
Kr. 11 .990.-
HVÍTANES
Merino ungbarnagalli
Kr. 8.990.-
HVÍTANES Merino peysa
Kr. 13.990.-
Hlýjar Gjafir
GERÐUR Ullarpeysa
Kr. 17.990.-
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Umsóknarfrestur til 15. febrúar
Sprotasjóður
leik-, grunn-
og framhaldsskóla
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-,
grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2022-2023.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar
í skólastarfi.
Leikskólastjórar, skólastjórar eða skólameistarar fyrir
hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara geta
sent inn umsókn. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um
þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal
staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.
Áherslusvið sjóðsins fyrir tímabilið 2022-2023
eru verkefni sem styðja við innleiðingu menntastefnu
í eftirfarandi þáttum:
• Virkt nemendalýðræði
• Gagnrýnin hugsun, sköpun og skilningur með
áherslu á læsi
• Nemendur með fjölbreyttan tungumála- og
menningarbakgrunn
Sjá nánar í fyrstu aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030
á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis, https://www.
stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/09/24/
Fyrsta-adgerdaaaetlun-nyrrar-menntastefnu-kynnt-/ .
Í umsókn þarf að skilgreina hvernig verkefnið tengist
ofan greindum áherslum ásamt því hvernig nemendur
verða virkir þátttakendur í verkefninu sjálfu.
Umsóknir sem falla utan ofangreindra áherslusviða fá
sérstaka umfjöllun í ljósi áhrifa verkefna á menntun og
skólastarf.
Umsóknir sem fela í sér samstarf skóla, skólastiga eða
skóla og annarra stofnanna njóta alla jafna forgangs við
úthlutun styrkja.
Fyrir skólaárið 2022-2023 verða til úthlutunar allt að
55 milljónum kr. Finna má frekari upplýsingar um sjóðinn
á www.rannis.is/sjodir/menntun/sprotasjodur/.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2022 kl. 15.00.
Umsókn skal skilað á rafrænu formi gegnum
mínar síður á rannis.is.
Nánari upplýsingar veitir
Skúli Leifsson, sími 5155843,
sprotasjodur@rannis.is
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
neitar að afhenda skýrslu eft-
irlitsmanns um framkvæmd
á Grunnskóla Borgarness,
sem farið hefur langt fram úr
áætlunum. Íbúi vonast til þess
að hafa betur gegn bænum í
annað skiptið.
kristinnhaukur@frettabladid.is
VESTURLAND Guðsteinn Einarsson,
fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Borgfirðinga, hefur krafið
sveitarstjórn Borgarbyggðar um
skýrslu vegna framkvæmda við
grunnskóla bæjarins. Sveitarstjórn
hefur hafnað beiðni Guðsteins, að
sögn vegna hugsanlegs dómsmáls,
og mun málið fara fyrir úrskurðar-
nefnd.
„Það er ekki hægt að þegja yfir
þessu. Stjórnendur í sveitarfélögum
eiga ekki að komast upp með að fela
sig á bak við svona skýrslur,“ segir
Guðsteinn, sem er íbúi í Borgarnesi.
Skýrslan var unnin af eftirlits-
manni og skilað inn 5. nóvember
og sveitarfélagið hafnaði beiðni
Guðsteins 1. desember. Kærði hann
þá ákvörðun til úrskurðarnefndar
upplýsingamála og hefur sveitar-
félagið frest til 22. desember til þess
að svara.
Eftir að upp komu myglumál í
grunnskólanum sumarið 2017 var
ákveðið að fara í miklar endur-
bætur og stækkun skólans. Byggður
var fjölnota salur, eldhús og sett nýtt
þak, loftræstikerfi, rafmagns- og
pípulagnir í hluta hússins.
Kostnaðaráætlun Borgarbyggðar
var tæpar 690 milljónir króna en
aðeins eitt tilboð barst, frá verk-
takanum Eiríki J. Ingólfssyni, upp á
rúmar 818 milljónir. Samkvæmt árs-
reikningum árin 2017 til 2020 hefur
bærinn greitt 1.449 milljónir í fram-
kvæmdir á skólahúsnæðinu.
Í maí lýsti Lilja Björg Ágústs-
dóttir, forseti bæjarstjórnar, því
á bæjarstjórnarfundi að fram-
kvæmdir hefðu farið töluvert fram
úr áætlun og margar ástæður lægju
að baki. Húsnæðið hefði verið í verra
ástandi en búist var við og verið væri
að greina galla í hönnun verksins.
„Leggja hefði þurft meiri vinnu í
fullnaðarhönnun áður en fram-
kvæmd fór af stað, til að tryggja að
kostnaðaráætlun væri ítarlegri og
betur gert ráð fyrir ófyrirséðum
kostnaði,“ bókaði Lilja.
Guðsteinn segir það augljóst mál
að undirbúningurinn að verkefninu
hefði ekki verið nógu góður. „Ef
kostnaðaráætlunin hefði hljóðað
upp á 1,5 milljarða í staðinn fyrir 700
milljónir hefði að öllum líkindum
ekki verið farið af stað með verk-
efnið,“ segir hann. Segist hann draga
það í efa að bærinn fari í málaferli við
verktakann eða hönnuðinn.
Sjálfur segist hann enga beina
aðkomu eiga að málinu, en vilji sýna
bæjarstjórninni aðhald. „Bærinn
hefur gefið það út að stjórnsýslan
eigi að vera opin og upplýst. En þetta
er í annað skiptið á þessu ári sem þeir
segja skýrslu vera trúnaðarmál,“
segir hann.
Hin fyrri var skýrsla KPMG um
fjármál bæjarins, sem Borgarbyggð
sagði vinnugagn sem innihéldi
persónugreinanlegar upplýsingar.
Úrskurðarnefnd féllst ekki á þær rök-
semdir og úrskurðaði Guðsteini í vil í
júlí síðastliðnum eftir að hann kærði.
Fréttablaðið hefur einnig beðið
um skýrsluna um Grunnskólann í
Borgarnesi. Þegar þetta er ritað hefur
hún ekki verið afhent. n
Vill svör um umframeyðslu
við uppbyggingu nýs skóla
Kostnaðaráætlun var 690 milljónir en bærinn hefur greitt rúmlega 1,4 milljarða á fjórum árum. MYND/BORGARBYGGÐ
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Áslaug Guðný Jóns-
dóttir segir mikla neyð ríkja hjá
fjölda fólks fyrir jólin. Hún stjórn-
ar Facebook-síðunni Matarhjálp
Neyðarkall, þar sem fjöldi fólks
hefur falast eftir aðstoð fyrir jólin.
„Margir þeirra sem hafa leitað til
okkar hafa einhverra hluta vegna
ekki átt rétt á aðstoð hjá hjálpar-
stofnunum og verið vísað þaðan
án aðstoðar. Dæmi eru um að fólk
eigi engan eða sáralítinn pening,
geti hvorki keypt mat né jólagjafir
fyrir börnin sín,“ segir Áslaug.
Í innleggi á Matarhjálp segist
Áslaug hafa fengið bæði skilaboð og
hringingar frá fólki sem sé við það
að gefast upp vegna fátæktar. Þar
biðlar hún til fólks að leggja fram
hjálparhönd.
„Við erum nú þegar búin að
hjálpa 30 manns með mat og gjafir,
en ég er enn með hérna fyrir fram-
an mig lista yfir 21 manneskju sem
hefur beðið um hjálp en við getum
ekki hjálpað öllum,“ segir Áslaug.
Hún segir að þrátt fyrir að hún
geti ekki hjálpað öllum sé það vel
hægt. „Ef að þetta fólk hefði fengið
eingreiðsluna sem það hefur verið
að kalla eftir myndi það bjarga
jólunum hjá mörg um,“ seg ir
Áslaug. „Ég held að ég myndi fara
þarna niður eftir og kyssa hann
Bjarna Ben á kinnina ef það yrði af
henni.“ n
Neyð ríkir hjá fjölda fólks fyrir jólin
8 Fréttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ