Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 20
Í ljósi aðstæðna var óskað eftir því að
óháð nefnd á vegum ÍSÍ myndi rann-
saka háttsemi stjórnar KSÍ í málinu.
Mál Kolbeins opnaði á umræðuna
Undir lok sumars fullyrti Guðni
Bergsson í samtali við Fréttablaðið
að KSÍ hefði ekki borist erindi um
ofbeldis- eða kynferðisbrot vegna
landsliðsmanna á tíma sínum sem
formaður KSÍ.
Degi síðar endurtók Guðni full-
yrðinguna í Kastljósi, sem leiddi
til þess að Þórhildur Gyða Arnars-
dóttir steig fram og greindi frá
ofbeldi af hálfu Kolbeins Sigþórs-
sonar og gagnrýndi um leið vinnu-
brögð KSÍ í ofbeldismálum.
Máli sínu til rökstuðnings var
Þórhildur með gögn sem sýndu
fram á samskipti milli föður henn-
ar og Guðna frá 2018, um ofbeldis-
brot af hálfu Kolbeins og um þátt-
töku hans í landsliðsverkefnum.
Kolbeinn var annar tveggja leik-
manna sem voru teknir úr lands-
liðshópnum fyrir næsta verkefni
og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem
hann staðfesti að hafa samið við
Þórhildi og vinkonu hennar vegna
of beldismálsins, en fullyrti að
hann kannaðist ekki við umrædd
atvik sem áttu að hafa átt sér stað.
Gylfi kvað
þessar
sögusagnir
niður.
Fyrrum eiginkona
Ragnars lýsti yfir von-
brigðum með vinnu-
hætti KSÍ í skýrslu ÍSÍ.
Stormasamt ár
í Laugardalnum
Í fyrsta íþróttaannál ársins fer Fréttablaðið yfir öll þau vand-
ræði sem hafa ratað á borð Knattspyrnusambands Íslands
á árinu. Athyglin var á hlutum sem áttu sér stað utan knatt-
spyrnuvallarins og ásökunum um tilraun stjórnar KSÍ til að
þagga niður ofbeldisbrot landsliðsmanna. Máttarstólpar gull-
aldarliðs karlalandsliðsins voru sakaðir um hin ýmsu brot.
Fjallað var um mál Gylfa Þórs og Ragnars í úttektarskýrslu starfsnefndar ÍSÍ sem kom út í desembermánuði.
Guðni Bergsson átti hálft ár eftir af öðru kjörtímabili sínu sem formaður KSÍ þegar hann sagði starfinu lausu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Kolbeinn deilir
markametinu
hjá karlalands-
liðinu. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/EPA
Stjórnin sagði af sér
Í upphafi sumars greindi kona frá kynferðisbroti,
á samskiptamiðli sínum, sem átti sér stað árið
2010. Í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ kom fram að
æðstu stjórnendur KSÍ hefðu í byrjun júní fengið
upplýsingar um alvarlegt kynferðisbrot af hálfu
tveggja leikmanna karlalandsliðs Íslands, eftir
leik gegn Danmörku í Kaupmannahöfn 2010, frá
tengdamóður fórnarlambsins, sem hefur starfað
fyrir KSÍ um árabil.
Tveimur mánuðum síðar vakti pistill Hönnu
Bjargar Vilhjálmsdóttur á Vísi athygli, þar sem
Hanna sagði KSÍ beita sér fyrir því að þagga niður
ofbeldisásakanir í garð karlalandsliðsins. Um miðj-
an ágúst ítrekaði Guðni við stjórn KSÍ að engin slík
mál hefðu komið formlega inn á þeirra borð en það
var ekki fyrr en undir lok mánaðarins sem stjórn
KSÍ og starfsfólk fékk staðfestingu á að um væri að
ræða málefni tveggja landsliðsmanna. Tveimur
dögum síðar bauðst Guðni til að stíga tímabundið
til hliðar á meðan úttekt yrði gerð á málinu, en
þegar það hlaut ekki meðbyr sagði Guðni af sér.
Degi síðar sagði stjórn KSÍ af sér.
Grunur um heimilisofbeldi hafi átt heima á borði lögreglu
Í skýrslu ÍSÍ kom fram að lögreglan
hefði verið kölluð að heimili leik-
manns karlalandsliðsins árið 2016
vegna gruns um heimilisof beldi.
Lögreglan hefði verið kölluð til eftir
ábendingar frá nágranna. Áður kom
fram á vef Fréttablaðsins að um
væri að ræða Ragnar Sigurðsson.
Klara Bjartmarz, framkvæmda-
stjóri KSÍ, staðfesti í skýrslu starfs-
hóps ÍSÍ að hún hefði vitað af
málinu og látið Geir Þorsteinsson,
þáverandi formann KSÍ, Magnús
Gylfason og Guðna Bergsson vita
um málið. KSÍ hefði hins vegar
ályktað að þar sem málið átti sér
stað utan landsliðsverkefnis hefði
KSÍ metið það sem svo að það væri
í verkahring lögreglunnar.
Í skýrslu ÍSÍ fullyrti Magnús,
sem sat þá í landsliðsnefnd karla-
landsliðsins, að hann hefði fundað
með Ragnari og eiginkonu hans
degi síðar og að ekkert hefði bent
til þess að þetta hefði átt sér stað.
Fyrrverandi eiginkona Ragnars
leiðrétti þetta við ÍSÍ sama dag og
skýrslan kom út og sagðist ekki
hafa rætt við Magnús um málið.
Geir sagði að málið hefði ekki
verið „formlega á borði KSÍ og
um einkalíf leikmannsins væri
að ræða“, en sagði mögulegt að
hann hefði ráðlagt Magnúsi um
almannatengil sem gæti aðstoðað
í slíkum málum. Umrædd eigin-
kona lýsti yfir vonbrigðum með
vinnubrögð KSÍ í málinu.
Meintu ósætti neitað
Í vor gaf Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari, til kynna í hlaðvarpsþættinum The Mike
Show, að ósætti milli Eiðs Smára Guðjohnsen og
Gylfa Þórs Sigurðssonar hefði gert það að verkum að
Gylfi gaf ekki kost á sér í fyrsta verkefni landsliðsins
undir stjórn nýs þjálfarateymis. Gylfi kvað þessar
sögusagnir niður í samtali við DV og sagði ekkert til
í því að það væri ósætti milli hans og Eiðs.
20 Íþróttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. desember 2021 LAUGARDAGUR