Fréttablaðið - 18.12.2021, Side 22

Fréttablaðið - 18.12.2021, Side 22
Vanda tók við Boða þurfti til aukaþings hjá KSÍ þar sem kosin yrði ný stjórn og nýr formaður, eftir að þáverandi stjórn og formaður sögðu af sér. Fráfarandi stjórn sinnti áfram störfum að kröfu evrópska- og Alþjóðaknattspyrnusambands- ins til þess að koma í veg fyrir að Ísland ætti á hættu að missa þátttökurétt sinn á mótum innan vébanda FIFA. Fjórum vikum síðar var Vanda Sigur- geirsdóttir kosin formaður KSÍ, fyrst kvenna og fyrst kvenna til að taka við embætti formanns í aðildarsambandi UEFA. Vanda er tíundi formaður KSÍ frá upp- hafi, en hún lék á sínum tíma 37 leiki fyrir Íslands hönd. Karlalandsliðið féll niður um sextán sæti á heimslistanum í ár. Vanda er fyrsta konan sem gegnir starfi for- manns knattspyrnu- sambands í Evrópu. Einu sigurleikir karlalandsliðsins í undankeppni HM 2022 voru gegn Liechtenstein. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Eiður Smári lét af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins á árinu. Vanda lék á sínum tíma 37 leiki fyrir Íslands hönd. Enn er beðið eftir niðurstöðu rannsóknar á máli Gylfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aron Einar var ósáttur við afskiptasemi stjórnar KSÍ af landsliðsvalinu. Handtekinn um sumarið í Bretlandi Um miðjan júlímánuð bárust fréttir af því að Gylfi Þór hefði verið handtekinn í tengslum við kynferðisbrot gegn ólög- ráða stúlku. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í hálft ár, en um miðjan októbermánuð kom fram á vef Fréttablaðsins að rannsókn málsins stæði yfir og að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu, en í far- banni frá Bretlandseyjum. Hann er ekki í leikmannahópi Everton og hefur Arnar Þór Viðars- son, þjálfari íslenska landsliðsins, verið stuttorður þegar hann hefur verið spurður út í samskipti við Gylfa og sagst ekki hafa átt í nein- um samskiptum við hann. Fyrirliðinn tekinn úr hópnum Arnar Þór Viðarsson viðurkenndi að hafa hætt við að velja Aron Einar Gunnarsson í landsliðið fyrir leiki gegn Armeníu og Liech- tenstein eftir viðræður við stjórn KSÍ, vegna ásakana um kynferðis- brot frá árinu 2010. Aron sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagð- ist vera settur saklaus til hliðar í nýrri úti lokunar menningu KSÍ. Kæra er á borði hjá lögreglu um umrætt atvik en Eggert Gunnþór Jónsson er einnig með réttarstöðu sakbornings. Mál aðstoðarþjálfara í brennidepli Um mitt sumar fékk Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari k a rla la nd sl iðsins , sk r i f lega áminningu vegna starfsskyldna sinna og var settur í tímabundið leyfi frá störfum. Var ákvörðunin tekin eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbænum birtist á samfélagsmiðlum. Í yfir- lýsingu sinni lýsti KSÍ yfir stuðn- ingi við Eið og sneri hann aftur í teymið í haust. Eftir síðasta verk- efni karlalandsliðsins ákvað KSÍ hins vegar að nýta sér uppsagnar- ákvæði í samningi hans eftir gleð- skap hjá karlalandsliðinu daginn eftir síðasta leikinn gegn Norður- Makedóníu. Slakur árangur karlaliðsins Karlalandsliðið í knattspyrnu átti í stökustu vandræðum í undan- keppninni fyrir HM 2022 á þessu ári. Vandræði utan vallar leiddu til þess að Ísland þurfti að nota 36 leikmenn í tíu leikjum og var niðurstaðan níu stig af þrjátíu. Tveir sigurleikir, báðir gegn Liech- tenstein, og fimm tapleikir. Málin sem leiddu til þess að stjórn KSÍ féll 3. júní Lykilstjórnendur KSÍ fá bréf um alvarlegt kynferðisbrot tveggja leikmanna karla- landsliðs Íslands árið 2010. Starfsmaður KSÍ sem kemur bréfinu áleiðis, segist tengj- ast brotaþola. 13. ágúst Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sakar KSÍ um kvenfyrir- litningu og þöggun, í pistli á Vísi. Guðni sendir póst til stjórnar KSÍ þar sem hann segir erfitt að ræða málið, sem sé viðkvæmt. Stjórn KSÍ spyrst fyrir en Guðni segir engin ofbeldismál inni á sínu borði. 26. ágúst Guðni segir í Kastljósi að KSÍ hafi ekki borist ábendingar um brot leik- manna landsliðsins. Sam- dægurs sendir starfsmaður KSÍ, sem tengist brotaþola, tölvupóst á starfsmenn og stjórn KSÍ, þar sem hún kveðst senda inn opinbera ábendingu þar sem ekki hafi verið hlustað á hana. 27. ágúst Guðni viðurkennir í Kast- ljósi að hafa farið með rangt mál um að engin ofbeldismál hafi ratað inn á borð KSÍ. Sama kvöld greinir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir á Rúv frá ofbeldismáli af hálfu Kol- beins Sigþórssonar sem átti sér stað árið 2017. 29. ágúst Guðni segir af sér sem formaður KSÍ. Það er svo tilkynnt að tveir leikmenn hafi verið fjarlægðir úr landsliðs hópnum fyrir næsta verkefni. 30. ágúst Stjórn KSÍ segir af sér og boðar til aukaþings. Óskað er eftir því að nefnd á vegum ÍSÍ framkvæmi úttekt á viðbrögðum KSÍ í málinu. 30. september Aron Einar er ekki valinn í landsliðshópinn. Landsliðs- þjálfarinn neitar orðrómi um að stjórn KSÍ hafi meinað honum að velja Aron. Aron segist ekki skilja það öðruvísi en að hann sé settur saklaus til hliðar en staðfestir að hann sé sak- aður um kynferðisbrot. 4. nóvember Lagt er til að landsliðsfólk skrifi undir samninga sem taki mið af siðareglum af hálfu starfshóps sem KSÍ skipaði fyrr á árinu, til að endurskoða vinnuferla. 7. desember Niðurstöður skýrslu ÍSÍ kynntar. Staðfest er að KSÍ hafi haft vitneskju um fjögur mál á ellefu ára tímabili. Niðurstaða skýrsl- unnar segir hins vegar að framganga stjórnarinnar, framkvæmdastjóra eða annarra starfsmanna KSÍ í málinu, beri almennt ekki einkenni þöggunar eða nauðgunarmenningar. Samdægurs sendir Guðni Bergsson, fráfarandi formaður KSÍ, frá sér yfirlýsingu í tilefni útgáfu skýrslunnar. Þar biðst hann ekki afsökunar en segir að hann hefði getað gert betur. 22 Íþróttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURANNÁLL KSÍ FRÉTTABLAÐIÐ 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.