Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 30
Eins og ég segi stund- um við yngri vinkonur mínar: Ég er ekkert eldri en þið – við erum bara að tala saman, ég og þú, og ég er bara hér og nú! Með ykkur. Kristbjörg Kjeld stendur um þessar mundir reglulega á sviði Borgarleikhússins í verkinu Er ég mamma mín? Auk þess æfir hún tvö verk fyrir stóru leikhúsin tvö og undirbýr aðalhlutverk í nýju verki, sem frumsýna á árið 2023. Þetta þætti kannski ekki í frásögur færandi nema að Kristbjörg er 86 ára gömul og löngu komin á eftirlaun. Það var flóknara en ég gerði mér í hugarlund að finna tíma til að hitta Krist- björgu. Nú standa yfir stíf- ar æfingar á verkinu Ein komst undan, í Borgarleikhúsinu, en verkið verður frumsýnt snemma á nýju ári og þar fer Kristbjörg með hlutverk einnar fjögurra kvenna. Eftir vinnudaginn þarf svo að sinna ýmsu eins og að fara í Covid-próf fyrir jólahádegisverð leikhússins þar sem Kristbjörg lætur sig auðvitað ekki vanta. Vð mælum okkur mót á heimili Kristbjargar í Skuggahverfinu þar sem hún er ein frumbyggja í háhýs- unum sem þar risu fyrir nokkru. Hér líður henni vel, með útsýni yfir hafið sem augljóslega skiptir hana máli enda alin upp í nálægð við sjóinn, í Innri-Njarðvík og Hafnarfirði. Ekki hægt að dæma gamla tíma Verkið Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal, er byggt á minning- um höfundar um uppreisn móður sinnar gegn fastmótuðum hlut- verkum húsmóðurinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Kristbjörg fer með hlutverk móðurinnar á efri árum og hlaut fyrir það Grímuverð- launin árið 2020. Á sviðinu birtist heimilislíf íslenskrar fjölskyldu á áttunda ára- tugnum ljóslifandi og hefst spjall okkar Kristbjargar á verkinu og þeim breytingum sem orðið hafa á samfélaginu á ekki styttri tíma. „Það er bara ekki hægt að dæma gamla tíma út frá því sem er í dag eins og mikið er gert,“ segir hún. „María notaði svo sniðuga aðferð við skrifin, en hún var enn að klára að semja leikritið þegar við hófum æfingar, svo hlutverkið er nánast skraddarasniðið á mann.“ Verkið fjallar töluvert um hlut- verk kynjanna sem voru önnur á þeim tíma sem verkið gerist á og eru fjölmörg atriðin grátbrosleg. „Sagan er svo sönn, þess vegna hlæjum við. Það sem kemur í útvarpinu, þetta er satt, er þetta ekki magnað?“ segir Kristbjörg og er þá að tala um brot úr útvarpsþáttum þessa tíma sem leikin eru í verkinu. Brotin eru úr þáttunum Forvitin Rauð, femínísk- um þáttum sem voru á dagskrá RÚV upp úr 1970. „Þetta með borðstofustólana, það var ótrúlegt,“ segir Kristbjörg, en í útvarpsþáttunum var rifjað upp hvernig á þeim tíma hefði kona ekki þótt nægilega merkileg til þess að líftryggja, en væri oft bætt sem and- virði tveggja borðstofustóla félli hún frá eða yrði varanlegur öryrki. „Þetta er svo yfirgengilegt!“ segir hún og hlær. Langar alltaf að verða betri Kristbjörg sem er fædd árið 1935 hefur sannarlega upplifað tímana tvenna en er augljóslega ekki föst í gömlu fari, hún lifir í núinu. „Maður er bara lifandi og einhvern veginn fylgir straumnum. Ég get ekki fráskilið einhvern tíma sem var svona og hinsegin. Þetta bara þróast áfram og maður þróast með. Eins og ég segi stundum við yngri vinkonur mínar: „Ég er ekkert eldri en þið – við erum bara að tala saman, ég og þú, og ég er bara hér og nú! Með ykkur,“ segir hún með áherslu. „Nei, í alvöru, ef maður væri alltaf að tala um hvað maður væri gamall? Ég bara get það ekki. Það er bara ekki í mér. Leikhúsið kennir manni líka ýmis- legt og það að vinna með þessu frá- bæra unga fólki, það er svo gaman. Það er svo flinkt þetta unga fólk í Skrítið að vera alltaf undir mælikeri Kristbjörg hefur gaman af því að skora á sjálfa sig og settist til að mynda á skóla- bekk sextug. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI dag, svo gott. Það getur sungið og það getur dansað.“ Það er augljóst að Kristbjörg er enn að stækka og þroskast. „Mann langar alltaf að verða betri, þetta er eilífðar- verkefni, að ég held í öllum störfum, alla vega skapandi störfum. Að vera í núinu og bæta við sig. Annars væri þetta náttúrulega ekki gaman. Þetta er bara áskorun.“ Þorkelína í höfuðið á ömmu Kristbjörg tekur upp bók sem legið hefur fyrir framan okkur á borðinu og reynist vera nýútkomin ævisaga eldri systur hennar, Hönnu Kjeld. „Hún hefur átt svolítið sniðuga ævi, henni finnst þó erfitt að þetta komi út í bók og ég skil það svo vel,“ segir hún í léttum tón og flettir bókinni en hana prýða fjölmargar myndir, af þeim systrum sem börnum og forfeðrum þeirra. „Þetta er móðuramma mín, Þor- kelína,“ segir hún og bendir á ljós- mynd. „Ég heiti Kristbjörg Þorkelína eftir henni. Ég er eina barnabarnið sem heitir í höfuðið á henni og ég naut þess. Mér þótti ógurlega vænt um hana ömmu mína, hún var svo góð kona, einstök.“ Kristbjörg er ættuð frá Færeyjum og bjó þar í eitt ár sem barn, en faðir hennar var færeyskur. „Hann kom hingað sem ungur maður til Njarðvíkur þar sem hann kynntist mömmu. Ég skil alveg að hún hafi orðið skotin í honum enda ægilega laglegur maður,“ segir Kristbjörg og þegar hún flettir upp á mynd af for- eldrum sínum er ekki annað hægt en að samsinna því. Sviðsskrekkur í sjötíu ár Aðspurð segist Kristbjörg í raun hafa verið með viðvarandi sviðsskrekk í þau sjötíu ár sem hún hefur starfað sem leikkona. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is  „Ég er alltaf drullustressuð fyrir sýningar og það hefur ekkert lagast með tímanum. Svo nú þegar maður eldist bætist við óttinn við að gleyma textanum. Ég er þó ekki eins og sumir sem hreinlega kasta upp af stressi. Stressið kemur áður en maður fer inn á sviðið en svo er það búið þegar maður er þangað kominn. En vinnan gefur manni svo mikið, annars væri maður ekki að þessu, maður er ekki bara að pína sig. Það gefur manni líka mikið að sigrast á áskorunum.“ Það eru tvö og hálft ár frá því að Kristbjörg tók að sér hlutverk móð- urinnar í verkinu Er ég mamma mín? og þá var lagt upp með að hún væri í tveimur til fjórum senum, en þegar æfingar hófust stækkaði hlutverkið sífellt. „Ég man að ég sagðist ætla að prufa en tók af Maríu loforð um að láta mig vita ef henni litist ekki á þetta.“ 30 Helgin 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.