Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 34
Hún sá alltaf eftir að hafa ekki numið myndlist. Sæunn Hún var sjálfstæð kona á þessum tíma sem konur voru í raun og veru ekki svo sjálf- stæðar. Katrín Lilja Á jóladag verður fluttur á Rás 1 fyrsti þáttur af fjórum um Sonju de Zorilla en þær Sæunn Gísladóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir vildu vita meira um þessa merkilegu konu sem lést stuttu eftir að þær komu í heiminn. Katrín Lilja heldur úti Lestrarklefanum, vef- síðu þar sem fjallað er um bækur, og þar er Sæunn Gísladóttir reglulega með pistla. Það var Sæunn sem las ævisögu Sonju sem kom út árið 2002, skrásett af Reyni Trausta- syni og skrifaði umfjöllun um hana fyrir síðuna. Það varð til þess að Katrín las bókina líka og voru þær sammála um að ný kynslóð yrði að fá tækifæri til að kynnast þessari merku konu. Eins langaði þær að vita meira um líf hennar og arfleifð. Ekki síst hvað varð um margra millj- arða sjóðinn sem hún skildi eftir sig og lítið hefur heyrst af. Þættirnir urðu alls fjórir og verða f luttir dagana 25. til 28. desember en Sæunn segir að auðveldlega hefði mátt hafa þá fleiri. Sonja ólst upp í Reykjavík til 15 ára aldurs þegar hún fór fyrst út fyrir landsteinana, þá til sumar- dvalar í Danmörku, til að jafna sig á mænuveiki og þar með voru örlögin ráðin en Sonja var friðlaus þegar hún kom aftur heim. „Hana langaði aftur út í heim og fékk þá að fara í húsmæðraskóla í Danmörku. Eftir það fær hún að fara til frændfólks í Noregi og kemur svo ekki heim í 35 ár.“ Leiðir Sonju lágu næst til Þýska- lands, London og Parísar og þegar seinni heimsstyrjöldin braust út ætlaði hún aftur heim í gegnum Bandaríkin en ílengdist þar og bjó næstu áratugina í New York. Sérfræðingur í samræðulist Faðir Sonju, Ólafur Indriði Benja- mínsson, var íslenskur en móðir hennar, María Emilie Wendel, af þýskum ættum. „Faðir Sonju var ættaður frá Hesteyri en móðir hennar var frá Þingeyri þar sem pabbi hennar var þýskur kaupmaður. Hún er því af millistéttarættum en pabbi hennar vann sig upp í tign hjá tengdaföður sínum,“ útskýrir Sæunn og segir Sonju því alda upp við betri kjör og aðstæður en marga af hennar kyn- slóð, hjá millistéttarkaupmanna- fjölskyldunni. „En auður hennar kemur ekki þaðan, þó að þetta hafi gefið henni tækifæri á að fara út í heim.“ Katrín bætir við að Sonja hafi lifað af peningum foreldra sinna á meðan hún dvaldi við nám í Dan- mörku og Þýskalandi. „En þegar hún kemur til Bretlands er ekkert hægt að senda peninga á milli landa.“ „Hún er greinilega úrræðagóð því hún fer að skrifa tískupistla frá Heimsborgarinn Sonja de Zorilla Katrínu Lilju og Sæunni lék forvitni á að vita meira um lífshlaup og arfleifð Sonju de Zorilla og ekki síst hvað varð um auð hennar. Fréttablaðið/Sigtryggur ari París fyrir Morgunblaðið,“ segir Sæunn. „Í upphafi kemst hún þó ekki inn á stærstu tískusýningarnar enda þarf sambönd til þess. Hún gefst þó ekki upp og dettur meðal annars í hug að reyna fyrir sér sem módel. En á endanum komst hún á tískusýningar hjá stórum nöfnum eins og Coco Chanel í gegn- um vinskap og er bara að spjalla við hana í partíum eftir sýningar. Þetta þótti okkur merkilegt, þarna er tvítug kona frá Íslandi, sem hefur svo mikla trú á sjálfri sér að henni tekst að koma sér inn. Enda flestir viðmælendur okkar sammála um að hún hafi verið algjör sjarmör og sérfræðingur í samræðulist.“ Tískuheimurinn og Wall Street Sæunn bendir á að þetta hafi ekki aðeins gilt um einn stað heldur hafi Sonja hreinlega alls staðar stillt sér upp í innstu raðir. „Þegar hún er 18 ára í Þýskalandi kynnist hún broddborgaralífinu, svo í London kemst hún strax inn í kreðsuna hjá ríkum Rússum og í París eru það aftur ríku Rússarnir og bóhemarnir sem hún er mest í kringum. Í New York er hún svo fljót að koma sér inn á Wall Street og kynnast listafjárfestum.“ Katrín er sammála, „Hún hafði ótrúlegt lag á að koma sér inn alls staðar og notaði líklega útlitið líka til þess enda leit hún út eins og kvik- myndastjarna,“ segir hún og bætir við: „Hún lærði tískuteikningu og ætlaði sér alltaf að starfa í tísku- heiminum sem hún hafði brenn- andi áhuga á.“ Það voru þó fjárfestingar á verð- bréfamarkaðinum í New York sem áttu eftir að gera Sonju vellauðuga. „Það byrjaði á því að ríkur Rússi býður henni í hádegisverð, en ríkir Rússar voru miklir örlagavaldar í hennar lífi. Í þessum hádegisverði er John Loeb, frægur fjárfestir í New York, og á milli þeirra myndast vinasamband. Loeb kennir Sonju að fjárfesta og ég hef litið svo á að hún hafi viljað læra að fjárfesta til að geta líka verið listakona,“ segir Katrín. „Hún sá ekki fram á að geta haldið uppi sama lífsstíl sem hungr- aður listamaður, því ákvað hún að taka þessar fjárfestingar alla leið og þéna þannig peninga.“ Sæunn bætir við: „Pabbi hennar Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is var hennar stærsta fyrirmynd. Hann átti að verða forstjóri Eim- skipafélagsins 1929 en fékk slag og varð sjúklingur sem henni fannst erfitt að horfa upp á. Hún fékk þannig góð ráð úti en var líka slung- in viðskiptakona og tengdi þetta allt við pabba sinn og hans áhrif.“ „Hún sá alltaf eftir að hafa ekki numið myndlist,“ bætir Sæunn við. „Samtíðarkona hennar og vin- kona var Louisa Matthíasdóttir sem bjó líka í New York svo Sonja var alltaf með tengsl inn í listamanna- heiminn.“ „Þær Sonja og Louisa kynntust fyrst í Kaupmannahöfn og áttu því langt vinasamband,“ segir Katrín og bendir á að Sonja hafi málað tölu- vert af portrettmyndum. „Þær voru af börnum, eiginmanni hennar og John Loeb en ég veit ekki hvar þessi verk eru niðurkomin í dag.“ Afþakkaði bónorð Onassis Sonja kvæntist Victoriano Alberto Zorilla, argentískum Ólympíumeist- ara í sundi, árið 1948. „Hún kynnt- ist Alberto í gegnum vini en hún stundaði alla helstu skemmtistaði New York-borgar á þessum tíma og kynntist þar meðal annars Aristotle Onassis,“ segir Sæunn og bætir við að Sonja hafi átt í ástarsambandi við gríska skipakónginn um tíma sem hafi endað á því að hann bað hennar en hún afþakkaði. „Hún taldi þau Aristotle ekki efni í hjón. Enda var hún gríðarlega upptekin af því að ráða sér og sínu lífi sjálf og segir í bókinni að með Alberto hafi hún ráðið ferðinni.“ „Það var svo árið 1946 að ástir tókust skyndilega með Sonju og Alberto, vini Aristotle, en um sam- band þeirra Sonju og Alberto eru ýmsar pælingar,“ segir Katrín. „Þó að samband þeirra hafi verið óhefðbundið í okkar skilningi ríkti greinilega á milli þeirra mikil ást og gagnkvæm virðing,“ segir Sæunn. „En þau áttu þó hvort sína íbúðina á Flórída þar sem þau vörðu sumar- fríum.“ „Og í stórri íbúð þeirra í New York áttu þau hvort sitt svefnherbergið,“ bætir Katrín við. „Hann var mikið heima og stund- aði æfingar enda gamall sundkappi en hún var meira fyrir samkvæmis- lífið,“ segir Sæunn spurð að hvernig 34 Helgin 18. desember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.