Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 64

Fréttablaðið - 18.12.2021, Page 64
Jólapeysur eru ekki sérlega góðar fyrir umhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY oddurfreyr@frettabladid.is Margir klæðast jólapeysum yfir jólatímann, en þær eru ekki sérlega góðar fyrir umhverfið því þær fá yfirleitt mjög skamman líftíma og valda plastmengun í þvotti. Tískuiðnaðurinn veldur nær 10 prósentum af allri kolefnislosun heims og um 20 prósent af meng- uðu vatni koma þaðan. Mikið af fatnaði er svo notað mjög lítið eða ekkert áður en hann endar í land- fyllingu. Nýleg rannsókn umhverf- isverndarsamtakanna Hubbub leiddi í ljós að jólapeysur voru með verstu dæmunum um þessa sóun, því tvær af hverjum fimm peysum eru bara notaðar einu sinni áður en þeim er hent. Samt eru þær keyptar í milljónatali ár hvert. Hubbub tók líka sýni úr 108 jólapeysum sem voru seldar í 11 ólíkum verslunum og 95 prósent þeirra voru að hluta eða öllu leyti úr plastefnum. Meirihlutinn var úr akrýl, plasttrefjum sem eru mikið notaðar í fjöldaframleidd og ódýr föt. Rannsókn við Plymouth- háskóla komst að þeirri niðurstöðu að 730 þúsund örtrefjar komi úr akrýlpeysu í hverjum þvotti, sem er til dæmis fimm sinnum meira en úr peysu úr blöndu af pólýester og bómull. Þær verða því til þess að mikið af plastmengun fer í sjóinn. n Jólapeysur menga mikið Gómsætt kon- fekt á aðvent- unni gleður alla. mYnd/mS starri@frettabladid.is Hér er einföld uppskrift að konfekti sem gott er að eiga á aðventunni. 300 g súkkulaði 100 g rjómaostur frá Gott í matinn 100 g smjör 100 g hnetusmjör 150 g rúsínur (eða aðrir þurrkaðir ávextir að eigin vali) 150 g döðlur 200 g hnetur að eigin vali Saxið fyrst hneturnar og döðlurnar og blandið saman við rúsínurnar. Súkkulaðið er brætt og blandað saman við rjómaostinn, smjörið og hnetusmjörið. Blandið öllu saman í skál og setjið í konfektform og kælið. Einnig má setja blönduna í form með plastfilmu í botninum. Þegar Konfekt með rjómaosti, hnetum og þurrkuðum ávöxtum Elton John, Ed Sheeran og LadBaby ætla að ná fyrsta sætinu á jólalaga- vinsældalista Bretlands. mYnd/SkjáSkoT elin@frettabladid.is Poppstjörnurnar Elton John og Ed Sheeran hafa tekið höndum saman með parinu og YouTube-stjörnun- um í LadBaby um nýtt jólalag til að freista þess að ná 1. sæti vinsælda- listans í desember. LadBaby hefur átt vinsælasta jólalagið síðustu ár í Bretlandi og það er mikil keppni um fyrsta sætið sem verður upp- lýst um á jóladag. Keppnin um vinsælasta jólalagið var auk þess þráðurinn í kvikmyndinni Love Actually. Veðjað um sigurlagið Svo mikill er slagurinn að veðbank- ar hafa ekki undan að taka á móti veðmálum um hver verður í fyrsta sætinu. Nú eru það engir aðrir en Elton og Ed sem ætla að bera sigur úr býtum með fjörugu jólalagi í gamansömum stíl. Lagið heitir Saus age Rolls For Everyone og hægt er að hlusta á það á YouTube. Allur ágóði af laginu fer til góð- gerðarmála. LadBaby leitaði til stórstjarnanna til að afla enn meira fjár. Enginn tónlistarmaður hefur náð því að eiga jólasmell Bretlands fjögur ár í röð en LadBaby gæti orðið fyrst til þess núna. n Syngja inn jólin 100 myndskreyttir brandarar! Þessi bók er happafengur fyrir káta krakka sem elska að hlægja. Og nú í fyrsta skipti eru allir brandararnir myndskreyttir og í lit! Þetta eru jafn stór tíðindi og þegar litasjónvarpið kom fyrst til landsins! Draugar, mörur, fylgjur, mórar, skottur og afturgöngur. Þessar óvættir urðu ekki eftir í fortíðinni heldur eru hér enn og stundum stíga þær út úr myrkrinu. Í þessari bók má finna yfir 130 íslenskar draugasögur frá nútímanum. VARÚÐ. Lesist í dagsbirtu! Fimmta bókin í þessum vinsæla bókaflokki! Síðustu tvö ár hafa bækurnar verið tilnefndar af íslenskum börnum sem bestu þýddu barnabækurnar. Frábært grín sem hvetur krakka áfram við lesturinn. Í þessari bók er að finna fjölbreyttar spurningar fyrir alla þá sem hafa gaman af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hversu vel þekkirðu frægustu leikarana? Hvað veistu um Friends- þættina eða Marvel- myndirnar? Jólagjöf sem gleður! Léttlestrarbókin Prump. Forvitni rekur börn áfram og þau æfa lestur - því þau langar til að vita meira. Kjarnorkuprump! KA-BÚMM! Stuttur texti á hverri blaðsíðu auðveldar börnum lestur bókarinnar. Þessi bók fjallar um starf slökkviliðsmanna og tækjakost þeirra. Myndirnar lyftast upp þegar blaðsíðunum er flett. Bókin er listaverk sem unun er að skoða og fræðast á sama tíma. Lesum og lærum! HAHA HAHA Nýjar bækur í BÓKAHILLUNA 10 kynningarblað A L LT 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.