Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 18.12.2021, Qupperneq 96
Því miður er það enn fréttnæmt að svona viðburðir séu skipu- lagðir og samanstandi eingöngu af kvenkyns listamönnum. Þetta er nánast eins og að vera með dansara. Söngkonan Hera Björk lofar kósí stemningu á tuttugu ára afmælistónleikum plötunnar Ilmur af jólum, í Hallgríms- kirkju á mánudaginn, þar sem söngurinn verður tákn- málstúlkaður með Hröðum höndum. svavamarin@frettabladid.is Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona fagnar því að tuttugu ár eru liðin síðan jólaplatan Ilmur af jólum kom út, með afmælistónleikum í Hall- grímskirkju á mánudag. „Platan kom út fyrir tuttugu árum síðan og er búin að lifa rosa vel síðan. Fólk segir mér að það spili hana hver jól, sem er náttúrulega besta gjöfin,“ segir Hera Björk. Þegar Hera gaf út plötuna árið 2000 hafði hún nýlega sótt tákn- málsnámskeið, þar sem hún vildi geta tjáð sig við fjölskyldumeðlim. „Ég var orðin ansi lunkin eftir þessi sex námskeið,“ upplýsir Hera, sem segist enn skilja táknmál nokk- uð vel, en gerir grín að sjálfri sér og segist þurfa nokkra vodkasjússa til að rífa í sig smá kjark. „Svona eins og með dönskuna,“ segir hún og hlær dátt. Andskotans tími til kominn Eitt laganna á plötunni, Jólatími, var túlkað og sungið í myndbandi sem enn skýtur upp kollinum í kringum jólin. „Það er í rauninni tengingin mín við þennan döff-heim,“ segir Hera. Margrét Auður Jóhannesdóttir, táknmálstúlkur og vinkona Heru Bjarkar, hafði samband við hana vegna afmælistónleikanna og lagði til að Hraðar hendur yrðu fengnar til að túlka þá á táknmál. „Ég hugsaði, Jú! About bloody time,“ segir Hera, sem hafði einmitt lengi íhugað að láta af þessu verða. „Það koma þrjár dásamlegar konur frá Hröðum höndum sem ætla að túlka tónleikana. Þetta er svo æðis- legt og ég hlakka svo til.“ Hún segir textann dýpka við túlkunina, þar sem innlifunin í táknmálinu sé svo mikil. „Þetta er nánast eins og að vera með dans- ara.“ Hera bendir síðan á að túlk- unin á söngnum liggi hjá hverjum og einum, hvort sem fólk er sjáandi og heyrandi eður ei. „Fólk nemur textann eftir sínum skilningi, þetta snýst um það.“ Kósí fjölskyldustund Tónleikarnir eru einnig fjölskyldu- stund fyrir Heru, en dóttir hennar Þórdís Petra Ólafsdóttir, sem er í söngnámi í Berlín, kemur fram með móður sinni. Auk þess sem móðir Heru, söngkonan Hjördís Geirs- dóttir, lætur einnig til sín taka. Stjörnupopparinn Páll Óskar Hjálmtýsson mætir einnig til leiks sem og ungtenórinn Ari Ólafsson Júróvisjón-fari. „Það er alveg æðislegt að nýta fólkið sitt. Mamma verður með heitt súkkulaði við innganginn ef reglur leyfa, og vinir mínir og fjölskylda verða sætavísur og rífa af miðum.“ Hera segir aðspurð að miklu betur megi gera þegar táknmáls- túlkun á menningarviðburðum er annars vegar og kallar eftir meiru af slíku. „Ég veit að Þjóðleikhúsið hefur verið með eina og eina sýn- ingu,“ segir Hera og nefnir einnig Baggalút og einstaka kórtónleika. n Hera Björk fangar ilminn af jólunum Jólastemningin verður túlkuð á táknmáli á tónleikum Heru í Hallgrímskirkju á mánudaginn og enn má nálgast miða á Tix.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rauðvín frá Giljagaur Katrín Kristjana Hjartardóttir stjórnarkona í FKA „Jólasveinninn kom færandi hendi enda hlustar hann vel á þreyttar mæður. Stekkjastaur kom með hljóðkút fyrir barnið og Gilja- gaur bætti við rauðvínsflösku. Eina sem vantar er góður maður, ætli Bjúgnakrækir sé á lausu?“ Fékkstu eitthvað í skóinn? n Lykilspurningin Sveinarnir ghostuðu Geir Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi „Nei, jólasvein- arnir ákváðu að „ghosta“ mig á ákveðnum tímapunkti án þess að útskýra neitt!“ segir Geir, um þá undarlegu ákvörðun jólasveinanna að virða hann og skóinn hans alveg að vett- ugi og ganga jafnvel svo langt að láta eins og hann sé ekki til. n Giljagaur hitti í mark hjá Katrínu. toti@frettabladid.is Stelpurnar taka öll völd á Prikinu í dag og kvöld þegar plötusnúðarnir DJ Mellí og Vala Von Avalon, Mel- korka Þorkels og Snjólaug Vala, leiða uppákomu sem þær kalla Þokka Galore. „Þetta verður sem sagt viðburður sem stendur allan daginn þar sem það verða fimm DJ-sett og svo erum við að vinna með listagalleríinu Flæði sem er hérna á Vesturgötunni, en þau verða með listamarkað á öllum hæðum hússins,“ segir Mel- korka Þorkelsdóttir, listakona og plötusnúður, sem ætlar sjálf að keyra stuðið í gang á Prikinu klukkan 16 í dag. „Því miður er það enn fréttnæmt að svona viðburðir séu skipulagðir og samanstandi eingöngu af kven- kyns listamönnum,“ segir Melkorka og hlær. „Þetta eru þá ég og Vala, Karítas Óðins, sem er einmitt líka í Reykjavíkurdætrum, Ása Kolla, sem er algjört teknó-frík, og svo Unnur Birna Bachman, leikkona og plötu- snúður. Þannig að þetta er algjört veislulænöpp,“ segir hún og hættir á að sletta þótt hún telji víst að slíkt sé ekki vel séð í Fréttablaðinu. Heilmikil gaurasena „Ég myndi segja, af því að ég hef nú unnið sem plötusnúður hérna niðri í bæ síðan 2016, að þessi bransi er bara rosalega mikil gaurasena,“ segir Melkorka, þegar hún er spurð hverju það megi sæta, árið 2021, að það teljist enn til sérstakra tíðinda að stelpu DJ-ar leggi undir sig sviðið. „Þetta helst rosalega mikið í hendur við tónlistarsenuna og gall- inn er líka kannski að það er svona ákveðið „attítjúd“. Maður þekkir flottar gellur sem hefur alltaf langað að prófa að DJ-a og segjast svo bara hafa fengið glatað „attítjúd“ frá ein- hverjum hljóðmanni, eða þú veist. Ég hef nú sjálf lent í því að vera að spila hipphopp á Prikinu og bara verið spurð hver kenndi mér að hlusta á svona tónlist. Skilurðu? Þannig að það er alltaf einhvern veginn svona óbeint verið að segja manni, „you don’t belong“, að maður eigi ekki samastað á senunni. Taka sér pláss Melkorka segist þekkja marga sem hafi dáðst að þeim fyrir að nenna að vera í þessum bransa. Ég bara hef ekki nennuna til að díla við þetta kjaftæði sem ég skil ógeðslega vel. En það er náttúrlega glatað, þú veist, að þetta sé svona fráhrindandi. Þannig að ég og Vala vildum bara búa til „space“ sem er samt ekkert útilokandi,“ segir hún og bætir við að þetta sé kannski ákveðin yfirlýs- ing, eða ekki. Þetta séu bara konur að skipuleggja skemmtun. „Svo vill maður ekki heldur að þetta fái ein- hvern stimpil um að þetta sé ein- hver gellu-event. Þetta er bara list- viðburður.“ Tröllinn sem varð jólabarn Þegar Melkorka er spurð hvort hægt sé að DJ-a jólalög, segir hún ekkert mál að lauma jólalögum saman við hipphopp-stemning- una. „Ég er sko svona fyrrverandi „grinch“ sem breyttist í jólabarn. Ég byrjaði sjálf að „bömpa“ jóla- lögunum í lok október. Líka bara svona til að komast í gegnum mögulegt skammdegisþunglyndi. Bara svona forvörn. Það er náttúrlega kannski ekki verið að vinna mikið þar með „house-“ og „teknó-sánd“ en ég verð sjálf að hita upp fyrir Kar- itas klukkan fjögur og þá er þetta kannski lágstemmdara dæmi. Þannig að þá ætla ég alveg að spila jólaplötuna með Faith Evans og meira R'n'B fönk jólaplötur. Það er nú algjört „möst“ þegar það er svona stutt í þetta.“ n Reiðinnar býsn af þokka á Prikinu Plötusnúðarnir á Prikinu 18.00 – 19.30: DJ Karítas 19.30 – 20.30: Animona 20.30 – 21.30 Ása ClubKid 21.30 – 23.00: Vala b2b Mellí Melkorka og Snjólaug Vala ætla að ryðja sér til rúms á Prikinu í dag og fram að lokun í kvöld með Þokka Galore þar sem þær DJ-a ásamt þremur öðrum stelpum á meðan hægt er að næla sér í listrænar jólagjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 68 Lífið 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.