Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 19
en mörgum árum síðar, þá orðinn roskinn. Hann bjó eftir það á
Sveðjustöðum í Miðfirði til dauðadags.
7. Heldur er Gísli hávaður
Gísli hét hann og bjó í Kvíslaseli eða Kvíslum, eins og sagt var í
daglegu tali, og dó þar seint á fyrsta tugi aldarinnar. Sagt var að
hann ætti dugmikla konu og mörg börn er dreifðust víða. Annars
veit ég engin deili á þessum manni. Samkvæmt því er segir í vís-
unni hefur hann verið hávær, en hávær hefur breytzt í hávaður
vegna rímsins.
8. Halldór karlinn búfróður
Halldór Jónsson var búfræðingur frá Ólafsdal. Hann var bróðir
Péturs á Borðeyrarbæ og bjó á móti honum þar sín fyrstu búskap-
arár. Síðar fluttist hann að Kjörseyri og bjó þar til dauðadags.
Halldór var hæglátur og óáleitinn en þó fastur fyrir. Hann var
um mörg ár hreppsnefndaroddviti og hreppstjóri, auk þess í
stjórn búnaðarfélags og í fleiri trúnaðarstöðum. Þótt Halldór væri
hæglátur og óáleitinn átti hann í útistöðum um fleiri ár við nafna
sinn, sýslumanninn á Borðeyri, sem kærði útsvar sitt næstum ár-
lega. En þótt Halldór á Kjörseyri færi sér að engu óðslega í þess-
um viðskiptum, hafði sýslumaður aldrei erindi sem erfiði. Þó gekk
sú saga um sveitina, að einu sinni í þessum útsvarsstyrjöldum hafi
það hent Halldór á Kjörseyri að berja í borðið. En trúlegt er að
slíkt hafi ekki hent hann oftar, hvorki fyrr né síðar.
9. Finnur oft er ófullur
Finnur Jónsson bóndi á Kjörseyri var sunnlenzkur að ætt, nánar
tiltekið afkomandi alnafna síns biskups í Skálholti. Gleymdi hann
aldrei ætterni sínu en gætti þó jafnan hófs um að halda því á lofti.
Kona hans var Jóhanna Matthíasdóttir Sívertsens bónda á Kjörs-
eyri. Móðir hennar var Helga, vinnustúlka Matthíasar. Ó1 hún hús-
bónda sínum, Matthíasi, þetta barn, Jóhönnu, og viðhélt þar með
ættaróðalinu Kjörseyri í ættinni, því Matthías gat ekki börn við
konu sinni.
Finnur kom ungur að árum norður að Bæ til mágs síns Sigurð-
17