Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 117
Jóna Vigfúsdóttirfrá Stóru Hvalsá:
Fyrsta útilegan
Þetta er sýnishorn af því, hvernig gera má mikinn langhund úr
litlu efni.
Hverjar eru bestu stundir dagsins? Er það dögunin, vormorg-
uninn, þegar maður vaknar við þytinn, sem getur orðið eins og
sterkviðri, þótt úd sé blæjalogn? Eða eru bestu stundirnar við vinn-
una, sem öllum er svo nauðsynleg? Eða afslöppunin, þegar maður
skolar af sér skítinn undir volgri sturtunni eftir annasaman dag
Ég veit bara það, að ég sit í hlýrri birtunni frá náttlampanum,
nýþvegin og sæl eftir annríkan dag og hlusta á rigninguna, sem
dynur á þakinu. Það rifjast upp minningar frá unglingsárunum,
minningar um fyrstu útileguna, sem varð svo erfið og frábrugðin
ljóma ferðaauglýsinganna —.
Við vorum tvær, uppeldissysdr mín og ég. Hún hét Sólbjörg og
var aðeins tíu ára þá, en ég var komin töluvert yfir fermingu. Að
sjálfsögðu átti ég frumkvæðið að öllu, sem við tókum okkur fyrir
hendur, en hún samþykkti allt, sæl á svip og glöð í huga. Eitt af
því, sem okkur datt í hug, var að fá lánað tjald og fara í útilegu.
Við áttum tveggja eða þriggja faðma silunganet og vildum nú
leika útilegumenn í tvo daga og lifa á landsins gæðum. Frammi á
fjöllum, fast við mörk Stranda- og Dalasýslna eru vötn þau, sem
Fiskivötn heita og nú átti að láta reyna á, hvort þau köfnuðu undir
nafni.
Þetta sumar var fremur votviðrasamt og bauð tæplega upp á
nokkrar iystireisur. Ég held, að það hafi verið í endaðan júlí, sem
við létum til skarar skríða. Þá hafði verið þurrkur í nokkra daga og
karl faðir minn var ekkert áfjáður í að við færum að steðja á fjöll
115