Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 136

Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 136
fiskiríinu og fæst aðeins ein og ein kind. Fiskistían er orðin full. Kælubandið í flóanum færist utar og nær. Komin er nokkur vind- bára, þó enn sé logn þar sem þeir eru. Þeir draga síðustu fiskana, og ganga frá færunum. Ut úr fjörðunum tveim, sitt hvoru megin við fjallið sem þeir eru út af, er farið að hvessa. Og ekki höfðu þeir lengi siglt, þegar kominn er þungur vindur á móti, farið að leggja kisur hér og þar. Aldan verður kröpp eins og jafnan í svona átt. Enn hvessir hann og skefur nú sjóinn nokkuð samfellt. Sú gamla stingur stefni í öldurnar, og tekur nokkuð inn yfir sig að framan. Það hefur nú ekki verið hennar sterka hlið að keyra móti bárunni. En hún er góð á hliðina, eins er hún örugg á lensi. Sjódælan er sett í gang og hefur við að dæla út ágjöfinni. Þeir stefna á nesið sem er undir fjallinu milli fjarðanna. Þar eru veðramæti og því hægari, en slæmt í sjóinn. Nánast eins og í grautarpotd. Öldurnar skella á bámum báðum megin frá eins og þær njóti þess að henda honum á milli sín. Það tekur þá klukkutíma að berja upp undir nesið og í var. Þeir fara mjög grunnt með landinu, þar er sléttur sjór, en nokkur vindur, en aflendur. Þeir höfðu ekki haft tíma né næði til að gæða sér á nestinu, og nota nú tækifærið þegar í skjól er komið, hægja á vélinni og taka fram kostinn. Meðan þeir eru að gæða sér á matnum rifja þeir upp sjóferð, sem einn nágranni þeirra hafði farið með þeim. Hafði þessi granni þeirra mikið og gott nesti með sér á sjóinn. Þar var meðal annars að finna kaffi og mjólk, brauð, kjöt og mikið af eggjum. Þeir höfðu fiskað vel þann dag og voru á leið í land. Og eins og nú, voru þeir að nasla í nest- ið. Ekki vissu þeir til, að hann væri mikill matmaður, frekar þó hitt, að hann væri heldur neyslugrannur. En nú brá svo við að hann hesthúsaði allan matinn, sem hann var með og át síðustu eggin rétt áður en að landi kom. Þeir urðu ákaflega undrandi á þessari miklu matarlyst og spurðu, hvort hann hefði virkilega ver- ið svona svangur. En hann sagðist fyrir löngu vera orðinn mettur, og hefði hið mesta ógeð á að éta svona mikið. En með því að klára allan matinn, gæti hann skammað konuna þegar í land kæmi, fyrir að láta sig hafa oflítið nesti á sjóinn. Þegar þeir höfðu lokið við máltíðina, tekur drengurinn innanúr nokkrum fiskum, og hendir slóginu fyrir borð. Fuglinn er óðar 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.