Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 136
fiskiríinu og fæst aðeins ein og ein kind. Fiskistían er orðin full.
Kælubandið í flóanum færist utar og nær. Komin er nokkur vind-
bára, þó enn sé logn þar sem þeir eru. Þeir draga síðustu fiskana,
og ganga frá færunum. Ut úr fjörðunum tveim, sitt hvoru megin
við fjallið sem þeir eru út af, er farið að hvessa. Og ekki höfðu þeir
lengi siglt, þegar kominn er þungur vindur á móti, farið að leggja
kisur hér og þar. Aldan verður kröpp eins og jafnan í svona átt.
Enn hvessir hann og skefur nú sjóinn nokkuð samfellt. Sú gamla
stingur stefni í öldurnar, og tekur nokkuð inn yfir sig að framan.
Það hefur nú ekki verið hennar sterka hlið að keyra móti bárunni.
En hún er góð á hliðina, eins er hún örugg á lensi. Sjódælan er
sett í gang og hefur við að dæla út ágjöfinni. Þeir stefna á nesið
sem er undir fjallinu milli fjarðanna. Þar eru veðramæti og því
hægari, en slæmt í sjóinn. Nánast eins og í grautarpotd. Öldurnar
skella á bámum báðum megin frá eins og þær njóti þess að henda
honum á milli sín. Það tekur þá klukkutíma að berja upp undir
nesið og í var. Þeir fara mjög grunnt með landinu, þar er sléttur
sjór, en nokkur vindur, en aflendur. Þeir höfðu ekki haft tíma né
næði til að gæða sér á nestinu, og nota nú tækifærið þegar í skjól
er komið, hægja á vélinni og taka fram kostinn. Meðan þeir eru
að gæða sér á matnum rifja þeir upp sjóferð, sem einn nágranni
þeirra hafði farið með þeim. Hafði þessi granni þeirra mikið og
gott nesti með sér á sjóinn. Þar var meðal annars að finna kaffi og
mjólk, brauð, kjöt og mikið af eggjum. Þeir höfðu fiskað vel þann
dag og voru á leið í land. Og eins og nú, voru þeir að nasla í nest-
ið. Ekki vissu þeir til, að hann væri mikill matmaður, frekar þó
hitt, að hann væri heldur neyslugrannur. En nú brá svo við að
hann hesthúsaði allan matinn, sem hann var með og át síðustu
eggin rétt áður en að landi kom. Þeir urðu ákaflega undrandi á
þessari miklu matarlyst og spurðu, hvort hann hefði virkilega ver-
ið svona svangur. En hann sagðist fyrir löngu vera orðinn mettur,
og hefði hið mesta ógeð á að éta svona mikið. En með því að
klára allan matinn, gæti hann skammað konuna þegar í land
kæmi, fyrir að láta sig hafa oflítið nesti á sjóinn.
Þegar þeir höfðu lokið við máltíðina, tekur drengurinn innanúr
nokkrum fiskum, og hendir slóginu fyrir borð. Fuglinn er óðar
134