Strandapósturinn - 01.06.1985, Side 146
e.t.v. að verða vitað um afrek þess félagsskapar, en þ.á.m. var
hesthúsið á Hólmavík, sem nú er horfið. Leikstarfsemi þess var
viðbrugðið, sýndi t.d. Skuggasvein. Lengi verður Oshlaupið í
minnum haft, en það var þolhlaup, sem Geislinn gekkst fyrir í
nokkur ár og var hlaupaleiðin frá Ósá um Háaklif til Hólmavíkur.
Þá gaf félagið út handskrifað blað, sem Viljinn hét.
Vaka tróð ekki slóðir ungmennafélagsins. Það kom fljótt í ljós,
að hugsjónir hennar voru á öðrum sviðum. Iþróttastarf var t.d.
ekki í hávegum haft, þó engan veginn hunsað. Þó að leikstarfsemi,
spil og tafl og aðrar skemmtanir kæmust einnig að, setti alvara
hversdagsins mark sitt á félagsstarfið, þegar fram í sótti. Þetta hef-
ur sjálfsagt stafað af því, að forystumennirnir allir og meiri hluti
annarra félagsmanna voru komnir vel af unglingsaldri og margir
orðnir fjölskyldumenn, sem höfðu reynslu af tímunum. Auk þess
voru þeir sumir þegar komnir í forystu í þorpinu, hver á sínu
sviði. Það var því vart við því að búast, að leikir skipuðu til lengdar
öndvegi í félagsstarfinu. Þegar félagið beitir sér, líklega fyrst allra,
fyrir því, að gerður verði fótboltavöllur á Hólmavík, verður ekki
með neinu móti séð, að félagsmenn hugsi sér að leika á honum
fótbolta sjálfir, æðifáir voru þeir Vökumenn, sem nokkru sinni
voru bendlaðir við þá íþróttagrein. Nei, þeir voru að hugsa um
yngri kynslóðina og framtíðina. Vallarmálið var erfitt viðureignar.
Því var fyrst hreyft 8. febrúar 1936, og var bent á Kálfanesskeiðið.
Þá er upplýst, að þar sé líkfegasti staðurinn fyrir grafreit, og flug-
völlur einnig talinn koma til greina. Enginn vissi hvert málefnið
yrði hlutskarpast. Þá kom fram tillaga um að hafa fótboltavöllinn
svo stóran, að hægt væri að nota hann sem flugvöll um leið! Þetta
þótti ekki svo fráleit hugmynd. Það þurfti ekki svo stóra flugvelli í
þá daga. Hugmyndin kom þó ekki til framkvæmda. Tillögumaður-
inn, Haraldur Guðjónsson, vissi þó hvað hann söng, því að ekki-
löngu seinna gerði hann sjálfur flugvöll þarna og hafði hann svo
stóran, að líka var hægt að nota hann sem fótboltavöll. Var iðu-
lega stofnað þar til knattspyrnuleikja. Oftast var þó spurst fyrir um
það áður, hvort flugvél væri væntanleg á næstunni, og brýnt fyrir
leikmönnum að hafa gætur á flugumferð, væri einhver vafi. Ann-
144