Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 148
Þann 26. apríl 1935 lést á Hólmavík Hrólfur Sigurjónsson Sig-
urðssonar kaupfélagsstjóra. Hrólfur var milli tvítugs og þrítugs,
þegar hann lést, hafði verið aflasæll skipstjóri á mótorbátnum
Skarphéðni. Hann var mjög vel látinn meðal Hólmvíkinga, sem
urðu harmi slegnir við hið óvænta fráfall hans. Utförin var mjög
hátíðleg og nýstárleg. Kistan var borin heiðurshring um þorpið,
en jarðsettur var Hrólfur á Stað í Steingrímsfirði.
Hrólfur hafði verið félagi í Vöku, og í fundargerð 25. maí 1935
er bókað: „Félagið gaf krans á leiði Hrólfs Sigurjónssonar, og fram
kom beiðni formanns, að félagið léti girða leiði Hrólfs, þar sem
kirkjugarðurinn væri ekki gripheldur.
Lélegt ástand Staðarkirkjugarðs ber öðru hverju á góma á
næstu Vökufundum, og brátt vaknar sú hugmynd, að Hólmvíking-
ar komi sér upp eigin grafreit á Kálfanesskeiðinu. Má heita
nokkurn veginn víst, að fráfall Hrólfs hafi ýtt því máli á rekspöl,
en Vökumenn komið því í höfn. Þeir bæði sóttu safnaðarfundi og
fluttu málið þar, og lögðu ffam fé til framkvæmdanna. Einn Vöku-
félaganna, Guðjón snikkari Jónsson, sá um að koma grafreitnum
upp (reisa girðinguna).
í Strandamannabók Péturs á Stökkum er grafreitnum lýst og
drepið á aðdragandann, (bls. 179).
Meðal hinna fyrstu, sem legstað hlutu í hinum nýja grafreit var
Guðjón snikkari. Vaka lagði einnig krans á leiði hans. Þetta var
síðasti bókfærður útgjaldaliður Vöku og ekki langsótt að kalla
hann jafnframt minnismerki félagsins á eigið leiði.
Vaka starfaði í 5!ú ár, hélt 36 bókaða fundi á þeim tíma, þann
síðasta 12. nóvember 1939. E.t.v. hefur lífsmark verið með félaginu
eitthvað lengur. Svo hefur a.m.k. verið í augum undirbúnings-
nefndar að byggingu samkomuhúss, sem ritaði Vöku bréf 16. júlí
1944. Svar mun ekki hafa borist, enda voru eiginlegir dagar Vöku
þá löngu taldir.
Einhverjir kunna að spyrja, hvað orðið hafi Vöku að aldurtila.
Benda má á sitt hvað, sem kann að hafa valdið einhverju þar um.
í fyrsta lagi létu flestir forgöngumenn félagsins af stjórnarstörf-
um og urðu stjórnarmenn Samvinnufélagsins. Þó að þeir hyrfu
ekki úr Vöku, hafa þessar breytingar sjálfsagt orðið til að veikja
146