Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 63
Sunnan í Hesthúsholtinu var hafður kartöflugarður frá árunum
um 1920 til þess árs er jörðin fór í eyði.
Allt hey af engjum var bundið votaband og þurfti því marga
hesta dl að fara á milli með hey, farnar voru 5 — 6 ferðir á dag eft-
ir því hversu langt var að fara. Oft var heyjað í Gilhagalandi og
farið yfir vað á Miklagili og Litlagili þar sem gilin renna saman í
Hrútafjaröará. Vaðið heitir Flúrur og er farið yfir á blábrúninni
þar sem gilin renna ofan í ána.
Hyljirnir í Hrútafjarðará heita hinn fremsti Réttarfoss í landi
Ospaksstaða á móts við Gilhaga, lengra gekk laxinn ekki.
Næstur er Réttarstrengur, Kvörnin, Stokkur þar sem gilin koma
í ána. Bæjarhylur beint niður undan bænum, nokkru utar er Surt-
ur og Surtarstrengur, þar næst er Snasarhylur og Ullarhvamms-
hylur, en um hann eru landamerkin.
Engjar voru nýttar líka upp með Miklagili, þar sem heidr Ein-
búaskurðir. Hætt var að fara á engjar um 1953.
Bestur heyþurrkur var í suðvestan átt, en hún kom heldur sjald-
an þessi besta átt. Ef áttin var suðausdæg og skúraleiðingar inná
dal, (þá er átt við inn með Hrútafjarðará og inn fyrir Ospakstaða-
sel), þá gat komið illa ofan í hey þótt sólskin væri úti í sveit enda
stóð bærinn alveg í heiðarsporðinum að kalla mætti.
Þjóðvegurinn var alveg við túnið, en það breyttist 1939, er hann
var færður ofar og lagður vegur heim að bænum ca. 300 metrar.
Með bættum vegasamgöngum og bílakosti minnkaði gestamót-
taka í Grænumýrartungu. Nú ferðaðist fólk á bílum en ekki hest-
um og var ekki eins háð veðrinu og áður.
Vorið 1894 flutti að Grænumýrartungu Þórður Sigurðsson og
Sigríður Jónsdóttir. Fluttu þau frá Valdasteinsstöðum.
Þórður byggði upp bæinn og gerði umbætur í ræktun og húsa-
kosti að þeirrar tíðar hætti. Aftur var bærinn byggður upp 1915.
Arið 1915 tók sonur Þórðar, Gunnar, við búi ásamt konu sinni
Ingveldi Björnsdóttur frá Fossi. Gunnar keypti jörðina af eiganda
Mela árið 1924. Gunnar og Ingveldur gerðu miklar endurbætur á
jörðinni. Reistu steinhús 1925, heimilisrafstöð 1930. Fjós og hlaða
byggt 1926. Blóma- og trjágarður var gerður sunnan við húsið og
61