Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 86

Strandapósturinn - 01.06.1985, Síða 86
hefði verið haft í Glasgow, fyrr en mér var sagt það 2 — 3 dögum síðar, svo var skoðun þessi nákvæmlega af hendi leyst. Sama var að segja um hina síðari, er átti að fara fram rétt áður en við kom- um til Quebec. Þá skoðun hafði á hendi læknir eyjarinnar, er ligg- ur skammt undan landi. Kom hann um borð og ég held upp á skipið, en þó sögðu aðrir að hann hefði aðeins komið að skipshlið- inni. En það veit ég að enginn þeirra, er upp á skipið komu, lét neitt til sín taka um heilbrigðiseftirlit. Fæði það, er við höfðum yfir Atlantshafið, mátti heita gott og jafnvel ágætt fyrir heilbrigt fólk, en fyrir veika ekki sem hentugast. Að sönnu var það margbreytt, bæði jurtafæða og dýra, en þeir sem veikir voru gátu ekki notið þess, enda voru margar tegundir þess af því tagi, að þeir sem van- ir eru sveitafæði heima geta margir ekki fellt sig við það þótt heil- brigðir séu. En það sem hinir veiku helzt hefðu getað notið var þá svo lítið, að það gat varla heitið hálft eftir þörfinni, því að þótt veikir eða heilbrigðir æsktu eftir meiru af því, er þeir helzt gátu neytt, var þess enginn kostur, er þó tiltekið í farbréfunum að emigrantar eigi heimtingu á því. Þeir, er notið gátu alls þess sem fram var borið, höfðu meira en nóg. Kaffi sem veitt var með mál- tíðum mátti heita ódrekkandi, svo var það vont, og te sömuleiðis vont. Máltíðir voru fjórar á dag. Auk þessara föstu máltíða voru daglega bornar ofan í skipið tunnur fullar ýmist af haframjöli eða kexi og mátti hver éta af því eins og hann lysti. I Granton var ekki staðið við nema á meðan upp var skipað far- angri farþega og skoðað í hirzlurnar. Ekki var sú skoðun nákvæm, aðeins hrifsað niður í kistur og koffort, niður með göflunum, þó ekki ofan að botni. Ovandaðir kassar og gamlar hirzlur sem negld ar voru aftur áttu þeir ekkert við, en væru það vandaðir kassar, sem báru með sér að þeir væru utan af tóbaki, áfengi eða annarri tollskyldri vöru, drógu þeir upp lokin en brutu ekki nokkra fjöl og skoðuðu betur í þá en önnur ílát. Rúmfatapoka skeyttu þeir ekkert um. Spurt var um hvort tóbak eða brennivín væri þar og væri því neitað var við það látið sitja. Yfirleitt mun vera betur skoðað í þær hirzlur sem eru vandaðar og eins ef menn eru seinir að afhenda lyklana. Mjög vel var farið með allan farangur í Granton en öðru- vísi var það í Quebec, þar var eins og uppskipunarmenn gerðu sér 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.