Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 73
hringdi til hans sagði hann að Auðunn mundi greina rétt frá eða
eins og minnið leggði til.
Eg innti þó Guðmund eftir nokkrum atriðum í sambandi við
ferðina. Hann sagði mér þá, að hann hefði verið formaður nokk-
ur ár áður en þetta skeði og þá róið ýmist vestur við Djúp eða á
Gjögri. Hefði hann þá flutt útveg sinn með standferðaskipi á milli
staða. Síldina sagðist hann hafa keypt árið áður en þeir fóru þessa
ferð. Man ekki af hverjum hann keypti bátinn, en það var á Isa-
firði og var báturinn þá gamall og frá Nesi í Grunnavík. (Geta má
þess til, að happasæll og góður formaður Elías Halldórsson á Nesi
hafi átt bátinn og ef til vill bjargað á honum mönnum frá drukkn-
un, en slíkt gerði hann oftar en einu sinni). Guðmundur lét rosk-
inn mann, bátasmið á ísafirði, gera mikið við bátinn. Hann segir,
að Síldin hafi verið mikið happaskip.
Dag þann, sem Guðmundur ædaði að leggja af stað norður, fer
hann til spákonu í þorpinu og segir henni, að hann sé að leggja af
stað fyrir Strandir á árabát. Hann var þá ógiftur og var ef til vill að
forvitnast um framtíðina. Það fyrsta sem spákonan segir við hann
er: Þú ferð ekkert í dag. Þessu mótmælir Guðmundur, en hún
stendur fast á sínu, auk þess segir hún honum, að hann muni
lenda í erfiðleikum á Gjögri þó ekki verði það í þessari ferð. Svo
reyndist sem hún sagði í báðum tilfellum. Guðmundur treysti á
vélbát frá Hnífsdal sem var að fara á skak út í hafdjúpið og hafði
lofað að taka þá í slef. Þegar fara átti af stað bilaði vélin og komst
ekki í lag fyrr en daginn eftir og þá var farið og allt gekk að ósk-
um. Um erfiðleikana á Gjögri sagði Guðmundur, að annað sumar
er hann reri frá Gjögri var fiskleysi og leiðindaveður, þokur og
súld og vertíðin gaf sáralítið af sér.
Guðmundur segir að verbúðin, sem hann var í þetta sumar,
hafi verið hið mesta hreysi, enda var hann þar aðeins eitt ár, en
þá byggði hann sér skúrlaga hús á Sæbóli og kom sér þar upp
góðri aðstöðu til útgerðar. Þar var hann lengi formaður á eigin
vélbátum, fyrst á Litlu-Björg en síðar á Björg sem var með stærstu
opnum vélbátum við Steingrímsfjörð. Síðar keypti hann sér jörð-
ina Kleifa í Steingrímsfirði og bjó þar með Guðrúnu Guðmunds-
dóttur konu sinni og sonum. Nú 1985 er hann ekkjumaður í Hafn-
71