Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 123
mikið við. Aftur læddumst við í veg fyrir klárana og nú reið okkur
á að vera fljótar.
Þegar við birtumst fyrir framan hestana brá þeim í brún eins og
í fyrra skiptið. En nú urðu viðbrögðin önnur. Minn hestur hafði
auðsjáanlega losað sig við beislið og höftin, en hitt greyið hékk
enn á sínu beisli í taglinu á honum. Nú þegar fremri klárinn sá
okkur geysast að sér, tók hann undir sig heljarmikið stökk og ætl-
aði að sleppa undan okkur yfir ána. Eg er viss um að höggið, þeg-
ar stríkkaði á taumnum á milli hestanna, hefir nærri rifið taglið af
vesalings skepnunni. Hann prjónaði upp í loftið og rykkti aftur í.
Þá slitnaði taumurinn frá mélunum, en nú var ég komin á vett-
vang. I einu stökki hentist ég upp á makkann á klárnum og þreif
heljartaki fyrir nasirnar á honum. Hann hrataði á hnén, en ég
hékk á honum eins og hundur á roði.
Við veltumst þarna ofan fyrir bakkann og næstum á kaf í ána.
En svo rauk hann á fætur og stóð þá kyrr.
Eg sleppti takinu á nösum hans og fór að strjúka hann og róa. í
fyrstu vildi hann ekkert með mig hafa, en við höfðum alltaf verið
vinir og félagar, svo að hann var orðinn góður eftir lítilsháttar
klapp og kjass.
Sumir virðast álíta að skepnur séu bara til að nota á heimilunt
en séu annars tilfinninga- og sálarlausar. Það er nú meiri fásinnan.
Þær eru einmitt ákaflega viðkvæmnar fyrir öllu og enginn skyldi
misbjóða þeim.
Eg var með mikið samviskubit vegna fantaskaparins í mér, en
ég var svo örg og reið að ég gætti mín ekki. Eg reytti upp úr vös-
um mínum það sem eftir var af brauðinu og stakk upp í hann og
elsku vinurinn minn virtist þar með gleyma öllu missætti.
Enn var lagt á langan og seinan upp að Fiskivötnum. En nú
bara til að sækja sig, eins og kallað er. Við tókum saman dótið
okkar og tjaldið í fullkominni uppgjöf.
„Hér skal ég aldrei koma aftur“ sagði Sóla.
„En ef þú verður einhverntíma send í haustsmöluninaP" spurði
ég- ,
„Eg fæ þá að vera annars staðar“ svaraði hún einbeittlega.
Dálítið var nú narrast að okkur, þegar við komum heim, aumar
121