Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 59
hvönnin að dafna og dó að lokum út er bæjarlækurinn þornaði,
en eins og allir vita þarf hvönnin mikinn raka til að geta þrifist.
Samt hefur Þorleifur ekki unnið til einskis, því í rúm 70 ár óx
hvönn við bæjarlækinn til mikillar prýði og til yndis og ánægju
heimafólki og gestum.
Fimmti bóndinn er Þórður Sigurðsson, f: 09. okt. 1852, d: 07.
júní, 1926. Kona hans var: Sigríður Jónsdóttir, frá Bálkastöðum.
Heimildir: Strandamenn, Sr. Jón Guðnason.
Sjötti bóndinn er Gunnar Valgeir Þórðarson, sonur Þórðar hér
á undan. f: 19. febr. 1890, d: 11. mars, 1980. Kona hans: Ingveldur
Björnsdóttir, frá Fossi, f: 07. maí, 1894, d: 09. ág. 1981. Þau keyptu
jörðina 1924. Búa frá 1915 til 1947 er þau flytja til Reykjavíkur.
Sjöundi bóndinn er Ragnar Guðmundsson, f: 17. júlí 1911.
Kona hans er Sigríður Gunnarsdóttir, bónda, Þórðarsonar.
F: 21. ág. 1916. Þau búa frá 1940 til 1966, að þau flytja til Reykja-
víkur og hefur jörðin verið í eyði síðan.
Grænumýrartunga er fyrsti bær þegar komið er af Holtavörðu-
heiði, næst innsti bær í Strandasýslu. Gilhagi er innar með Hrúta-
fjarðará og sést ekki frá Grænumýrartungu. Eríitt er með ræktun í
Grænumýrartungu, slægjur frekar rýrar það sem næst er, en all-
góðir brokflóar inn til heiðarinnar. Mjög góðir sumarhagar fyrir
sauðfé. Bera þess merki vænir dilkar að haustinu. Meðan fé var
beitt að vetrinum var góður hagi meðan ekki lagði snjó yfir.
Erfiðar smalamennskur vor og haust. Tók oft mikinn tíma að
ná fé til rúnings áður en sauðfjárveikivarnargirðingarnar komu,
en það var um 1938.
Safnið kom af Holtavörðuheiði og var rekið til réttar á melun-
um rétt norðan við Grænumýrartungu. Er þar nú búið að rækta
tún.
Alltaf var gestkvæmt á réttardaginn og nóttina fyrir leitina.
Fé úr Borgarfjarðardölum kom til réttar, t.d. úr Þverárhlíð,
Hvítársíðu, Norðurárdal og víðar að. Einnig kom til réttar fé vest-
an úr Dölum, meðan ekki voru girðingar. Fé þetta gekk á Holta-
57