Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 32
það ekki verið daglegur viðburður að gest bæri að garði í Heydal
eða Miðhúsum. Þó mun allnáinn samgangur og gott nábýli jafnan
hafa verið milli Skálholtsvíkur annars vegar og Heydals og Mið-
húsa hins vegar. Guðjón var jafnan hress í máli og kom vel fyrir
sig orði, lét enda margt flakka af því sem honum datt í hug.
30. Glottir Héðinn stóreygður
Skarphéðinn Jóhannsson bjó um tíma í Heydal ásamt Guðjóni.
Hann var kvæntur Guðrúnu Sæmundsdóttur og voru þeir svilar
hann og Guðjón. Skarphéðinn var ættaður vestan frá Djúpi, bróð-
ir Sigurðar skurðs, sem kunnur er af Skúlamálum. Galt hann þess
að nokkru því hann var meinhægðarmaður og vildi engum manni
mein gera, þrekmaður og drjúgur til vinnu, þótt ekki sýndist hann
fara hart. Var ekkert líkt með þeim bræðrum annað en augun,
þau voru ljósgrá, geysilega stór og útstæð. Sjást þessi ættarein-
kenni hjá afkomendum Skarphéðins enn þann dag í dag. Hafa
þau af sumum stundum verið nefnd skurðsaugu. Er það því sann
mæli sem Jósep segir í sínum brag, að Skarphéðinn hafi verið stór-
eygður. Vafalaust hefur hann einnig kunnað að glotta, þó mig
reki ekki minni til þess.
31. Magnús þykist mektugur
Magnús var sonur Jóns Þórðarsonar í Skálholtsvík. Hann bjó í
Miðhúsum. Sú jörð var hjáleiga eða nýbýli frá Skálholtsvík og lét
Jón gamli Magnús son sinn fá það til ábúðar, þegar hann staðfesti
ráð sitt. Magnús átti fjölda barna og er mikill ættbogi frá honum
kominn. Eftir að hann brá búi og börn hans voru öll uppkomin
fluttist hann til Jóns sonar síns, sem þá bjó á nokkrum hluta Skál-
holtsvíkur. Magnús var hæglátur maður og barst ekki á. Mektugur
var hann ekki en talaði hægt og var fastmæltur, en það mun hafa
villt um fyrir Jósep.
32. Mjög er Jói stórorður
Jóhannes Jónsson bjó í Skálholtsvík eftir föður sinn. Þar mun
Jósep gamla hafa ratazt satt á munn, því Jóhannes var mesti orð-
hákur, en stóryrðin voru bara í nösunum á honum. Hann var í
30