Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 145
Fyrst í stað var aðaláherslan lögð á fundastarfsemina, svo sem
lög félagsins gerðu ráð fyrir. Kjörnar voru verkefnanefndir og
framsögumenn til að undirbúa umræðurnar. Stundum er um-
ræðuefnið tilgreint í fundargerðum en stundum ekki. Yfirleitt virð-
ist stefnt að því að æfa félagsmenn í málflutningi, fremur en að
um flutning raunhæfra mála væri að ræða. Þó brá út af þessu strax
árið 1934, þegar Guðjón Jónsson lagði til, að Vökumenn beittu sér
fyrir því, að Hólmvíkingar fengju aukna hlutdeild í hreppsnefnd
Hrófbergshrepps, en þeir áttu aðeins einn mann af 5 í hrepps-
nefndinni, sem að öðru leyti var skipuð sveitarhöfðingjum eintóm-
um. Vökumenn fylktu sér um þessa tillögu og höfðu uppi allmik-
inn áróður fyrir henni. Urslit kosninganna urðu þau, að Hólmavík
fékk annan mann kjörinn. Ekki er þó einsætt, að hlutur Vöku hafi
ráðið úrslitum alfarið. Hólmvíkingum fór fjölgandi um þetta leyti,
og gæti það hafa haft sitt að segja.
Mikið var lesið upp á fundunum, t.d. smásögur o.fl.: Signýjar-
hárið, Kænskubragðið, Helfró, úr Hrafnkelssögu Freysgoða.
Skemmtifundi eða kvöldvökur hélt félagið oft. Einnig spilakvöld
og taflæfingar. Vaka lét smíða 8 spilaborð, Vökuborðin svoköll-
uðu, sem minntu á félagið löngu eftir að það hætti störfum. Taflfé-
lag var stofnað innan Vöku veturinn 1934 — 35, og er óvíst að aftar
sé að leita slíks félagsskapar á Hólmavík. Ekki átti þó skáklistin
miklu fylgi að fagna. Eftir fyrsta veturinn var samþykkt að veita
taflfélaginu 30 krónur til að kaupa taflrit, en sami fundur ákvað
„að starfrækja ekki taflfélag á sama grundvelli og verið hefur.“ í
árslok 1936 gekk Karl G. Magnússon, læknir í Vöku. Hann var
skákmaður góður og mikill áhugamaður um skák. Hann kom því
til leiðar, að kosin var 5 manna nefnd til að koma á kappskákum
milli Hólmvíkinga og Seldælinga. Allar líkur eru til að sú keppni
hafi komist á. Svo mikið er víst að skákmót var haldið í húsi Orms
Samúelssonar skömmu síðar milli þessara „landshluta“. Sigurveg-
arinn var þó norðan úr Bjarnarfirði, Jón M. Bjarnason frá Skarði.
Ekki mun þetta þó vera fyrsta skákmótið á Hólmavík, spurnir eru
af öðru fáum árum fyrr, máske að undirlagi Vöku, en um það
brestur heimildir.
Vaka tók við af umf. Geislanum, eins og fyrr segir. Fátt fer nú
143