Strandapósturinn - 01.06.1985, Blaðsíða 17
einskis ills von, þegar glæðurnar úr eldholi vélarinnar komu beint
framan í hana. En það sem Tani sagði, eða kallaði niður um rörið
var lengi haft að orðtaki: „Viltu meira mamma?“
2. Til er Þóra velpipur
Þóra Guðjónsdóttir rak gisti og veitingahús á Borðeyri, líkJega
frá því um aldamót og fram til 1916 eða 1917. Líklega hefir hún lát-
ið reisa þetta hús — og rak það af mesta myndarskap.
Eftir að vínbannið komst á 1915 hrörnaði hagur hennar. Brá
hún þá á það ráð að selja húsið og flytja til Reykjavíkur. Húsið var-
rifið og einnig flutt til Reykjavíkur. Það var síðan reist að nýju við
Frakkastíginn og stendur þar kannski enn.
Þóra var ógift en bjó með vinnumanni sínum, er Björn Hinriks-
son hét, og annaðist hann að mestu vínsöluna. Þóra var fremur
lág kona og gildvaxin. Hún var ættuð eitthvað vestan úr Dölum,
hafði eignazt barn í lausaleik, en ekki kom það með henni til
Borðeyrar. Mig minnir að ég hafi eitthvað um það heyrt, að þetta
barn, sem var piltur, hefði alizt upp á vegum barnsföðurins eða
foreldra hans og að þessi sonur Þóru hafi gengið menntaveginn
þegar hann óx úr grasi.
Mér skildist að Þóra hafi verið allvel látin af héraðsmönnum,
þótt einhverjir hafi haft andúð á hinni miklu brennivínssölu henn-
ar. Má því ætla að Jósep á Melum hafi farið nærri hinu rétta þegar
hann gaf henni þá einkunn að hún væri vel pipur.
3. Skúli faktor skömmóttur
Ég minnist þess ekki að ég hafi séð Skúla faktor. Ég minnist þess
heldur ekki að haft hafi verið orð á því að hann væri skömmóttur
í stórum stíl, þótt trúlegt sé að hann hafi litið niður á fátæka við-
skiptavini, að þeirrar tíðar hætti. Hinsvegar eimdi eftir af þeirri
skoðun fátækra manna, að Theódór faðir hans, sem var forveri
hans í faktorsstarfinu, hafi verið mikill stórbokki. Annars var Skúli
ekki lengi faktor á Borðeyri. Hann fluttist til Blönduóss og gerðist
þar kaupfélagsstjóri hjá Verzlunarfélagi Austur-Húnvetninga. Syn-
ir hans voru Theódór læknir og Þorvaldur listmálari.
15