Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 117

Strandapósturinn - 01.06.1985, Page 117
Jóna Vigfúsdóttirfrá Stóru Hvalsá: Fyrsta útilegan Þetta er sýnishorn af því, hvernig gera má mikinn langhund úr litlu efni. Hverjar eru bestu stundir dagsins? Er það dögunin, vormorg- uninn, þegar maður vaknar við þytinn, sem getur orðið eins og sterkviðri, þótt úd sé blæjalogn? Eða eru bestu stundirnar við vinn- una, sem öllum er svo nauðsynleg? Eða afslöppunin, þegar maður skolar af sér skítinn undir volgri sturtunni eftir annasaman dag Ég veit bara það, að ég sit í hlýrri birtunni frá náttlampanum, nýþvegin og sæl eftir annríkan dag og hlusta á rigninguna, sem dynur á þakinu. Það rifjast upp minningar frá unglingsárunum, minningar um fyrstu útileguna, sem varð svo erfið og frábrugðin ljóma ferðaauglýsinganna —. Við vorum tvær, uppeldissysdr mín og ég. Hún hét Sólbjörg og var aðeins tíu ára þá, en ég var komin töluvert yfir fermingu. Að sjálfsögðu átti ég frumkvæðið að öllu, sem við tókum okkur fyrir hendur, en hún samþykkti allt, sæl á svip og glöð í huga. Eitt af því, sem okkur datt í hug, var að fá lánað tjald og fara í útilegu. Við áttum tveggja eða þriggja faðma silunganet og vildum nú leika útilegumenn í tvo daga og lifa á landsins gæðum. Frammi á fjöllum, fast við mörk Stranda- og Dalasýslna eru vötn þau, sem Fiskivötn heita og nú átti að láta reyna á, hvort þau köfnuðu undir nafni. Þetta sumar var fremur votviðrasamt og bauð tæplega upp á nokkrar iystireisur. Ég held, að það hafi verið í endaðan júlí, sem við létum til skarar skríða. Þá hafði verið þurrkur í nokkra daga og karl faðir minn var ekkert áfjáður í að við færum að steðja á fjöll 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.