Strandapósturinn - 01.06.1990, Síða 17
kílóið, og þegar upp var staðið rnunu seljendur hafa unað vel
sínum hlut, enda skilvísi kaupenda í besta lagi. Óhjákvæmilega
hafa þessi viðskipti þó dregið úr veltu afurðastöðvanna.
Hin seldu líflömb fóru til ýmissa landsvæða þar sem fé hafði
verið skorið niður vegna riðu, þ.á.m. í Húnaþing, Skagaijörð og
austur á Jökuldal.
Fé Strandamanna var með vænna móti í haust og var fallþungi
dilka að meðaltali um 250 g. meiri en árið áður. Mesta breytingin
varð í sláturhúsinu á Hólmavík, og munu fá sláturhús á landinu
geta státað af meiri fallþunga. Mikill fallþungi hefur þó sínar
skuggahliðar nú til dags, og lentu nokkrir bændur í vandræðum
með fullvirðisrétt sinn af þessum sökum. Að lokum mun þó hafa
tekist að korna öllu kjöti á markað án verulegrar verðskerðingar.
Dilkar voru áberandi feitari í haust en næstu ár á undan. Mun
minna af kjöti fór því í úrvalsflokk en áður, og fleiri skrokkar voru
verðfelldir vegna fitu. Þetta á þó tæplega við um sláturhúsin á
Borðeyri og í Norðurfírði, en þar urðu ekki verulegar breytingar
á kjötmati frá fyrra ári. Hvað Norðurfjörð varðar rná benda á að
sumarveðrið þar var óhagstæðara en sunnar í sýslunni, og gaf því
ekki tilefni til eins mikillar fitusöfnunar.
í annál ársins 1989, sem birtist í Strandapóstinum fyrir ári, var
nokkuð rætt um óvissu í framtíð einstakra sláturhúsa, einkum
sláturhússins á Óspakseyri, en það var eitt þeirra húsa, sem starf-
aði á sérstakri undanþágu. Því var ráðist í meiri háttar endurbæt-
ur á húsinu, sem stóðu yfir allt sumarið. Byggt var við húsið, og
endurnýjuð færibönd, bakkabönd, raflagnir, vatnslagnir, skolp-
lagnir og fleira. Enn er eftir að ganga frá snyrtingum og ytra útliti
hússins. Sláturhúsið hefur nú fengið löggildingu í framhaldi af
endurbótunum í surnar, þó með þeim fyrirvara að endurbótum
ljúki fyrir næsta haust.
Kostnaður við endurbætur sláturhússins á Óspakseyri er orð-
inn um 8,5 milljónir króna, en áætlaður heildarkostnaður var
13-13,5 milljónir. Þrátt fyrir að endurbótum sé ekki að fullu lokið,
eru því allar líkur á að kostnaður verði vel innan við upphaflega
áætlun. Sláturhúsið á Óspakseyri er mikilvægasta rekstrareining
kaupfélagsins, og því var nauðsynlegt fyrir félagið að ráðast í
15