Strandapósturinn - 01.06.1990, Blaðsíða 21
Bæjarhreppi og Kaldrananeshreppi. Hólmavíkurhreppur var
eini hreppurinn þar sem íbúum fjölgaði. Þar fjölgaði um 12 íbúa,
úr 447 í 459.
Mikil tíðindi gerðust í Kirkjubólshreppi á árinu. Eins og fram
kom í annál ársins 1989 var stefnt að fæðingu þar 1990, og aðfara-
nótt nriðvikudagsins 4. apríl gerðist undrið: Hjónunum Hafdísi
Sturlaugsdóttur og Matthíasi Lýðssyni í Húsavík fæddist stúlku-
barn, sem var vatni ausið og nefnt Þorbjörg. Þorbjörg litla var
fyrsta stúlkubarnið sem fæddist inn í hreppinn síðan árið 1970, og
jafnframt 1. stúlkan í 16 fæðingum í röð. Undir lok ársins bættist
síðan annar Tungusveitungur við hjá Birni Pálssyni og Fjólu
Jónsdóttur í Þorpum, en 2 fæðingar á sama árinu í þessum hreppi
eru slík fádæmi, að annað eins mun ekki hafa gerst í 27 ár!
Þann 1. desember 1989 hafði kynjahlutfall í Kirkjubólshreppi
enn sigið á ógæfuhliðina. Skv. íbúaskránni bjuggu þar þá 41 karl
°g 15 konur. Konur voru því aðeins 26,78% af íbúum hreppsins,
en voru árið áður 27,87%. Skv. bráðabirgðatölum Hagstofunnar
um manníjölda 1. desember 1990, virðist þetta hlutfall nú loks á
uppleið, komið í 28,07%. Skv. þessum sömu bráðabirgðatölum
fer íbúum Strandasýslu nú ljölgandi á ný og eru nú u.þ.b. 1066.
Reyndar hefur orðið fjölgun í öllum hreppum sýslunnar norðan
Bitruháls, en fækkun þar fyrir sunnan.
Iþróttir. Að vanda hélt Héraðssamband Strandamanna (HSS)
uppi öflugri starfsemi á árinu. Bjarni Bjarnason starfaði sem
skíðaþjálfari á svæði sambandsins í rúman mánuð seinni hluta
vetrar, enda nægur snjór. Til að geta notið leiðsagnar Bjarna
gripn Hólmvíkingar til þess ráðs að smíða skíðalyftu, senr síðan
var sett upp í Kálfanesi. Lyftan er knúin af 35 hestafla ljósavél,
sem útgerðarmenn á staðnum létu í té. Mun þetta vera ein af
°dýrustu skíðalyftum landsins, en fullnægir engu að síður örygg-
rskröfum Vinnueftirlits ríkisins.
Steindór Gunnarsson var ráðinn framkvæmdastjóri héraðs-
sambandsins þriðja sumarið í röð, og starfaði hann í ca. 3 mánuði,
auk þess að sjá um þjálfun hjá aðildarfélögum sambandsins.
Stærsta verkefni HSS á árinu var þátttaka í landsmóti UMFÍ í
Mosfellsbæ 12.-15. júlí. Þar kepptu Strandamenn í þremur grein-
19