Strandapósturinn - 01.06.1990, Side 22
um; frjálsum íþróttum, skák og starfsíþróttum. í stigakeppni
mótsins lentu Strandamenn í 20. sæti af 29 samböndum og félög-
um. Bestum árangri náði Ólafur Axelsson á Gjögri, en hann varð í
4. sæti í línubeitingu.
Unglingar af Ströndum tóku þátt í Vestfjarðamóti í frjálsum
íþróttum 16 ára og yngri þriðja árið í röð. Mótið var haldið á
Þingeyri 18. ágúst. Auk Strandamanna kepptu á mótinu ung-
rnenni úr Héraðssambandinu Hrafnaflóka (HHF) og Héraðssam-
bandi Vestur-ísfírðinga (HVÍ). Lið Hrafnaflóka fór enn með
sigur af hólmi, en Strandamenn höfnuðu í öðru sæti.
Fimman, héraðakeppni Strandamanna, Húnvetninga, Skag-
firðinga og Dalamanna í frjálsum íþróttum, var að þessu sinni
haldin á Sauðárkróki. Lið Strandamanna var venju fremur
þunnskipað, einkum kvennaliðið. Aðalástæðan var sú, að fyrr-
nefnt Vestljarðamót var haldið sama dag og Fimman. Þar kepptu
margar af fremstu frjálsíþróttakonum sýslunnar, því að þátttaka
kvenna í frjálsum íþróttum hefur tilhneigingu til að minnka fljótt
þegar líður á unglingsárin. Þetta er þó ekki einhlítt og nægir að
nefna Önnu Magnúsdóttur í þessu sambandi, en hún hefur í
nokkur ár verið í fremstu röð öldunga á Norðurlöndum í kast-
greinum frjálsra íþrótta. Að vanda hélt hún uppi merki HSS á
íslandsmóti öldunga, en þar kepptu einnig fleiri vaskir Stranda-
menn.
Tvö Strandamet í fullorðinsflokkum frjálsra íþrótta féllu á ár-
inu: Bjarni Þ. Sigurðsson bætti hástökksmetið um 1 cm. á héraðs-
mótinu, stökk 1,81 m. Þábætti boðhlaupssveit HSS metið í 1000 m.
boðhlaupi í Fimmunni, hljóp á 2:16,1 mín. Sveitina skipuðu Jón
Bjarni Bragason, Kristinn Þór Bjarnason, Steindór Gunnarsson
og Ólafur Númason.
Kristinn Þór Bjarnason á Bræðrabrekku keppti á landsmóti
dönsku ungmennafélaganna sl. sumar ásamt öðrum vöskurn Is-
lendingum undir merki UMFÍ. Hann var kjörinn frjálsíþrótta-
maður ársins hjá HSS í lok keppnistímabilsins. Sundmaður ársins
var Sigurbjörg Magnúsdóttir frá Krossnesi, knattspyrnumaður
Benedikt H. Sigurðsson frá Kirkjubóli, knattspyrnukonur ársins
Herdís Kjartansdóttir á Hólmavík og Alda Sverrisdóttir á Borð-
20