Strandapósturinn - 01.06.1990, Page 23
eyri og skíðamaður ársins Ragnar Bragason á Heydalsá. Þá var
Guðrún Magnúsdóttir valin efnilegasti leikmaður pollamóts í
knattspyrnu.
Kvennalið Strandamanna í knattspyrnu tók þátt í Sillumótinu
þriðja árið í röð, en þetta mót er kennt við Sigurlaugu Hermanns-
dóttur, formann USAH. Auk Strandamanna tóku lið úr Dölum
og úr Austur-Húnavatnssýslu þátt í mótinu. Strandastúlkur stóðu
sig með sóma; unnu USAH 2:1, en töpuðu naumlega fyrir UDN
0:1 í úrslitaleik mótsins.
Spurningakeppni HSS var hrint af stokkunum að nýju eftir
nokkurra ára hlé. Þann 8. desember kepptu ungmennafélögin í
nyrðri hluta sýslunnar á Drangsnesi. Þar fór Umf. Geislinn á
Hólmavík með sigur af hólmi, og mætir því sigurvegara úr keppni
suðurdeildarinnar í úrslitaglímu í apríl.
Auk þess, sem hér hefur verið talið, voru að vanda haldin
héraðsmót í borðtennis, skíðaíþróttum og sundi, auk bikarkeppni
HSS í knattspyrnu. 45. ársþing Héraðssambands Strandamanna
var lialdið í Sævangi 7. september. Þar var Jón Ólafsson á Hólma-
vík kjörinn formaður sambandsins þriðja árið í röð.
100 ára verslunarafmœli Hólmavíkur.
Þann 3. janúar 1990 voru liðin 100 ár frá því að Kristján kon-
ungur IX gaf út lög um löggildingu Hólmavíkur sem verslunar-
staðar. Þessara tímamóta var minnst með mikilli viðhöfn á árinu.
Að kvöldi afmælisdagsins bauð hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps
til kaffisamsætis í grunnskólanum. Þar söng kór Hólmavíkur-
kirkju og Leikfélag Hólmavíkur sá um skemmtiatriði. Um 300
manns sátu veisluna og gæddu sér m.a. á geysistórri afmælistertu
með merki hreppsins, en tertuna bakaði Guðbjörg Stefánsdóttir. I
veislulok sá Björgunarsveitin Dagrenning um flugeldasýningu í
einmuna veðurblíðu.
Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hélt hátíðarfund fyrr um
daginn. Þar voru samþykktar tvær tillögur, sú fyrri um útgáfu
Hólmavíkurbókar Óla E. Björnssonar og hin um átak í skógrækt í
tengslum við landgræðsluskógaátak Skógræktarfélags Islands.
1 Hólmavíkurbókinni, sem út kom í júlí, eru myndir af nær
21